Hressandi jólaundirbúningur

"Mamma af hverju ertu að spila þessi þýsku jólalög?" Ég tók mig til í vikunni og flokkaði alla CD diskana á heimilinu. Þegar ég var að flytja kom ýmislegt í ljós sem ég er nú að vinna úr. Þýska jólatónlist er einstaklega falleg á að hlýða. Ég hef í gegnum tíðina keypt jólatónlist í Þýskalandi og Austurríki og nýt þess á hverjum jólum. Mér finnst íslensku útgáfurnar afar misjafnar og mér finnst vanta verulega vandaða klassíska útgáfu af jólalögunum. Ég hlusta gjarnan á gömlu góðu "Gleðileg jól" og Diddú á góða spretti.

Í kvöld var hávaða rok er mér sagt en ólíkt því sem var í Skildinganesinu þá er hér afar stillt og varla hægt að tala um rok. Einimelurinn er skjólgóð og hlýleg gata. Fyrstu árin mím í Skildinganesinu var ég að venjast sjónum og fluginu eftir að hafa búið um langt árabil í Hvassaleiti sem var eins og að vera uppi í sveit. Annasamur tími er að baki. Undirbúningur fyrir flutinga, flutningurinn og núna að koma öllu á sinn stað. Ég skipulagði þetta allt saman mjög vel og það má segja að allt hafi gengið ótrúlega vel með góðri hjálp fjölskyldunnar og þeirra sem að því komu. Í undirbúningi fyrir flutnigana var erfiðast að fá mig til að losa mig við hluti sem mér finnast nauðsynlegir. Erna var hörðust við mig og lét mig óspart heyra hversu fánýt mín söfnunarárátta er á sumum sviðum. Það er nefnilega eitt af því sem fylgir að búa í stóru húsi að sífellt er hægt að flytja dót og geyma í góðum skápum. Ég er snillingur í því. Undanfarna daga hef ég verið að koma mér upp skápaplássi hér heima til að geta komið broti af því besta fyrir.  Það tekst nú sennilega ekki enda verður sortéringin erfið úr síðustu kössunum. Nú en þetta leisist allt og ætla ég í næstu viku að pússa og pólera allt fyrir jólin. Það er hluti af jólahaldinu að hafa allt ilmandi hreint. Ég var alin upp við kökubakstur og stóð í honum sjálf um langt árabil en nú er ég hætt því. Jóhanna bakar ef hún vill og það kemur bara í ljós þegar hún er búin í prófunum. Ég er rétt byrjuð að kaupa jólagjafir en ég er með listann tilbúinn þannig að þetta er ekkert mál. Í vikunni sem leið fór ég á tónleika Frostrósa í nýju Lagardalshöllinni. Ég skemmti mér ágætlega en hljóðkerfið truflaði mig. Karlakórinn naut sín ekki sem skyldi og dauðir punktar voru í söngnum. Salurinn var vel heppnaður. Allt annað en salurinn í gamla hlutanum. Ég verð að segja að Egilshöll hefur betri hljómburð eða að minnsta kosti hljómkerfi í lagi. Annars er ég enginn sérfræðingur tala bara fyrir mig.  Mér þótti heldur óhentugt að geta ekki fengið miðann prentaðan út á netinu. Það er óþarfa snúningur að þurfa að sækja hann sérstaklega. Ég er þakklát fyrir þessa aukatónleika og fyrir að hafa drifið mig á staðinn. Nú er ég byrjuð í Þokkabót og búin að fá nýjan þjálfara hann Ása. Er ánægð með hann en ég hef ekki farið í ræktina síðan Einar Óli byrjaði á fullu í sjúkraþjálfuninni. Finn að mér veitir ekki af þó ég hafi verið dugleg við ýmis konar burð og beygjur í flutningunum. Það er tæpur mánuðu síðan ég bloggaði síðast mánuður mikilla breytinga sem skapa tímmót í mínu lífi. Kaflaskil og framhaldið er óskrifað.


Af hverju féll Guðrún Ögmunds í prófkjörinu?

Prófkjör eru líkt og borgarstyrjaldir, blóðugustu styrjaldirnar sem skilja eftir stærstu sárin.  Guðrún Ögmundsdóttir hefur að mínu mati verið málsvari þeirra sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni og vissra minnihlutahópa. Til að ná vinsældum og styrkja stöðu sína í stjórnmálum þarf vissan karakter til að það skili sér. Guðrún hefur ekki þessa eiginleika að kunna að selja sig eins og það er kallað í markaðsþjóðfélaginu. Hafa ímyndarráðgjafa, klæða sig eftir uppskrift og trana sér þar sem áhrifaríkast er. Guðrún var með mér í stjórn Kvennaskólans um árabil. Hún er afar heilsteypt og heiðarleg kona og ég saknaði hennar þegar hún hætti í stjórninni. Henni var umhugað um nemendur skólans og framtíð hans. Þó við Guðrún séum ekki saman í stjórnmálaflokki gat ég tekið undir margt sem hún sagði. Mér finnst mikil eftirsjá af henni en kjósendur hafa talað. Aftur spyr ég: "Hvað eru menn að hugsa í prófkjörum?" Án efa taka margir afstöðu að vel athuguðu máli, en hrædd er ég um að þeir séu fleiri sem láta tilfinningarnar og skammtímasjónarmið glepja sig. Mér finnst þetta vert ummhugsunar. Sjálf gekk ég í gegnum nokkur prófkjör og upplifði súrt og sætt. Kjaftshöggin voru slæm en ég fékk þannig uppeldi að það sé aumingjaskapur að væla undan þeim. Töff heimur kallar á töffari viðbrögð. Guðrún Ögmundsdóttir er hæfileikarík og ég veit að hún getur fundið sér vettvang við hæfi. Alþingi verður fátækara á eftir. Auðvelt er að fjalla um fleiri þátttakendur í undanförnum prófkjörum en ég læt það bíða betri tíma

 


Lokið spennandi prófkjörum-Til hamingju Þorgerður Katrín-foringi og forkur

 

Þorgerður Katrín er óumdeildur foringi sjálfstæðismanna í SV kjördæmi. Úrslitin sýna að smölunin hefur gengið sérstaklega vel hjá Ármanni og Jóni. Ragnheiðarnar hafa ekki haft jafn vel smurðar kosningamaskínur að baki sér. Atkvæðamunurinn er ekki það mikill að annað ráði úrslitum. SMS skeyti og hringingar á kjördag virðast geta gert herslumuninn. Listinn er sterkur og við ættum að geta bætt okkur enn frekar í kjördæminu. 

(Hér átti að koma mynd af Þorgerði en mér tókst ekki að koma henni inn. Bæti úr því á morgun).

Talning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV kjördæmi

 

 

  1SUM2SUM3SUM4SUM5SUM6SUMSæti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirc50025002500550210756096656755457297258011
Bjarni Benediktssonf78178146515432169560111157129358057158762
Ármann Kristinn Ólafssond7575256331226425953712966428339446238563
Jón Gunnarssonh777714622352374616792425918334364439874
Ragnheiður Elín Árnadóttirj2323143166603769148822571046330389141945
Ragnheiður Ríkharðsdóttirk7171184255171219674202387560294756635136
Sigurrós Þorgrímsdóttira            7
Atkvæði talin 6174            
Á kjörskrá eru117006409 greiddu atkvæði55%kjörsókn

Lokatölur af xd.is

Samfylkingin var með spennandi prófkjör í Reykjavík. Mér finnst flott hjá þeim að hafa fjórar konur og fjóra karla í efstu átta sætunum.Það skiptir máli og styrkir án efa listann. Annars ætla ég ekki að segja fleira um það í bili. Mér finnst vanta sundurgreiningu atkvæða hjá Samfylkingunni á annars ágættum vef þeirra. Mbl.is stóð sig best aðmínu mati í upplýsingaflæði í kvöld. xd.is er líka ágætur.

 

 


Úrillur Guðjón Arnar í bítið í morgunþætti Stöðvar 2

Guðjón Arnar formaður Frjálslynda flokksins mætti ásamt Erlu Ósk og Tamini hjá Heimi og Sigríði til að ræða málefni innflytjenda. Guðjón sýndi á heldur óskemmtilega hlið. Hann var úrillur og talaði niður til viðmælenda sinna. Erla Ósk er fulltrúi unga fólksins og hefur ákveðnar skoðanir á málinu. Guðjón sýndi með framkomu sinni dónaskap, horfði áhugalaus og óþolinmóður út í loftið þegar þær töluðu. Í stað þess að taka skoðunum þeirra af virðingu og skilningi þá var hann eins og ruddi í framkomu, yfirþyrmandi og alvitur í málinu. Í öðru orði talaði hann um umburðarlyndi og skilning en í hinu var hann sá sem allt veit. Frjálslyndi flokkurinn ætlar greinilega að nota málefni innflytjenda til að ala á þröngsýni og öfgafullri þjóðerniskennd okkar Íslendinga. Upptaka er af umræðunum á VefTV http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2002&progId=26405. Málefnið sem verið er að fjalla um brennur á okkur öllum. Það hefur eins og Heimir sagði verið mikið vandamál hvernig taka skal á mikilli hreyfingu fólks milli ríkja. Vestur Evrópuríkin ásamt Skandinavíu hafa þurft að taka á þessum málum í kjölfar vaxandi borgar og iðnvæðingar. Auðugu þjóðir heims eru eftirsótt heimili fyrir fólk sem kemur úr örbirgð. Ísland er land tækifæranna. Hér er gríðarlegur uppgangur á öllum sviðum sama hvert er litið menning,listir,iðnaður, verslun, bankastarfsemi, læknisfræði, vísindarannsóknir og.fl. Sama hvert er litið, tækifærin eru til staðar. Við erum leikendur á sviði alþjóðasamskipta á öllum sviðum og getum því ekki haldið að við ein setjum leikreglur sem henta okkur á hverjum tíma. Þróuninin kemur til Íslands um það bil áratug eða skemur en til Skandinavíu. Við höfum átt erfitt með að læra af mistökum granna okkar þrátt fyrir að héðan eru straumar fólks á ráðstefnur og seminör um allan heim.  Ef ríkisstjórnin hefur ekki nú þegar keypt bestu ráðgjöf frá t.d. Danmörku á sviði innflyjendamála ættu menn að gera það strax. Ekki búa til fleiri nefndir eða gera fleiri rannsóknir. Athafna er þörf því ferlið hér verður svipað því sem orðið hefur í nágrannalöndunum. Lítum líka á björtu hliðarnar. Mannlífið verður fjölbreyttara og enginn fær stöðvað tímans rás.


Rok í Reykjavík

Aðfararnótt sunnudags var mikið rok og öldugangur í Skerjafirði. Fyrir framan húsið mitt er göngustígur sem er afar vinsæll og gamall varnargarður sem hlaðinn var til að verja túnið á Skildinganesi. Þessi garður er illa farinn einkum vegna mikils ágangs sjávar en við hafa bæst skemmdir af manna völdum. Árum saman hafa íbúar hverfisins beðið um að garðurinn verði lagaður þannig að hann hverfi ekki að hluta eða skemmist meira en nú er orðið. Marta vinkona mín hefur verið ötull fulltrúi okkar í viðræðum við borgaryfirvöld. Í rokinu í morgun kvarnaðist verulega úr veggnum og sjórinn gekk hamförum yfir hann. Raunar er veruleg slysahætta af grjótinu á göngustígnum og þang hefur borist víða um túnin. Við settum hlera fyrir gluggana niðri enda full ástæða til þegar veðrið er svona slæmt. Öldurnar voru tilkomumiklar og veðurhæðin skildi eftir tilfinningu fyrir ægimætti  náttúruaflanna.

 

 IMG_0148

 Nú hefur lægt en stormar geisa á öðrum sviðum og er þá skemmst að minnast átakanna sem fylgja prófkjörunum. Silfur Egils var ágætt í dag. Mér finnst Egill yfirleitt frábær. Hann hefur tilfinningu og ástríðu fyrir því sem hann er að gera. Það er líka eins og hann nálgist viðfangsefnin á hlutlægari hátt en oft áður. Hann talaði af raunsæi um prófkjörin og spurningarnar hittu ágætlega í mark. Ég hef alltaf gaman af Þórhildi Þorleifsdóttur, hún er afar skörp og með skemmtilegan húmor. Svo er hún orðin sjónvarpsvæn í útliti ólíkt því sem áður var. Steinunn var með forljótt hálsmen sem truflaði mig. Mér finnst hún aldrei sannfærandi sú kona. Ung kona úr Sjálfstæðisflokknum vakti áhuga minn, ekki það ég hafi ekki heyrt til hennar áður en hún var sannfærandi, rökföst og lét ekki villa sig af leið. Hér er á ferðinni Ragnheiður Elín Árnadóttir sem er ein sex kvenna sem gefa kost á sér í SV kjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum.

Má til með að birta sýnishorn af kjörseðlinum sem ég fékk á xd.ix

ATKVÆÐASEÐILL

í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi

11. nóvember 2006

Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður

Steinunn Guðnadóttir, íþróttakennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra

Ármann Kristinn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs

Árni Þór Helgason, arkitekt

Bjarni Benediktsson, alþingismaður

Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður

Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Pétur Árni Jónsson, skattaráðgjafi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri

ATHUGIÐ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 6 frambjóðendur.

Kjósið 6 frambjóðendur í töluröð

 

 

Mátti til með að birt seðilinn og minni á að sex konur eru í framboði. Hér gefst tækifæri til að sýna í verki að þær njóti jafnstöðu á við karlana.

Eftir annasaman dag er gott að ganga til rekkju og safna orku fyrir nýjan dag.


Sundurgreining atkvæða í prófkjöri Sj.fl. í Rvk

 1SUM2SUM3SUM4SUM5SUM6SUM7SUM8SUM9SUM10SUMLoka tala Sæti
Geir Hilmar Haarde19126912620093269394194994685295204895686296304796774097171089825098251
Guðlaugur Þór Þórðarson21691694902507175458255866411458686938472533257578317789527081652638428084282
Björn Bjarnason33603603498385864845064404946404535033556853246009322633126065914347025070253
Guðfinna S Bjarnadóttir412012026238227013083117342561008526482260867206806580738650278884098297082974
Illugi Gunnarsson5949428638018882268111533831143452698055068796385790717556277374508187081875
Pétur Blöndal616516563479912422041104630871099418698951758916066702676849372614227683076836
Ásta Möller7676716222915371766108328491260410996950789796057872692970276315228153081537
Sigurður Kári Kristjánsson82828548226034223542696106337591017477610455821914673563473695197888078888
Birgir Ármannsson932328111352263567813131361267412153889116750561155621189571066407746077469
Sigríður Ásthildur Andersen1027274673126199294493915140898223901130352010204540903544388563280632810
Dögg Pálsdóttir11474766113262375104614217012122644276672334897974286854514085159910599111
Grazyna María Okuniewska12151530456611189200176376188564322886484137011442514100035140351412
Atkvæði talin 10282 10282 10282 10282 10282 10282 10282 10282 10282 10282    
  1SUM2SUM3SUM4SUM5SUM6SUM7SUM8SUM9SUM10SUMLoka tala Sæti
Geir Hilmar Haarde19126912620093269394194994685295204895686296304796774097171089825098251
Guðlaugur Þór Þórðarson21691694902507175458255866411458686938472533257578317789527081652638428084282
Björn Bjarnason33603603498385864845064404946404535033556853246009322633126065914347025070253
Guðfinna S Bjarnadóttir412012026238227013083117342561008526482260867206806580738650278884098297082974
Illugi Gunnarsson5949428638018882268111533831143452698055068796385790717556277374508187081875
Pétur Blöndal616516563479912422041104630871099418698951758916066702676849372614227683076836
Ásta Möller7676716222915371766108328491260410996950789796057872692970276315228153081537
Sigurður Kári Kristjánsson82828548226034223542696106337591017477610455821914673563473695197888078888
Birgir Ármannsson932328111352263567813131361267412153889116750561155621189571066407746077469
Sigríður Ásthildur Andersen1027274673126199294493915140898223901130352010204540903544388563280632810
Dögg Pálsdóttir11474766113262375104614217012122644276672334897974286854514085159910599111
Grazyna María Okuniewska12151530456611189200176376188564322886484137011442514100035140351412
Atkvæði talin 10282 10282 10282 10282 10282 10282 10282 10282 10282 10282    
Taflan er birt á xd.is

Ný forusta-nýjar áherslur. Til hamingju Geir og Guðlaugur Þór.

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna sterka forustu Geirs Haarde og nýs foringja Guðlaugs Þórs.

NFS, 29. Október 2006 02:30
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:
Lokatölur - Geir og Guðlaugur leiða listana

Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða.

Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Kosningin er því bindandi.

 

Lokatölur úr prófkjörinu:

1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti

2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti

3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti

4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti

5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti

6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti

7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti

8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti

9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti

10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti

11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti

12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti

"Góð blanda-góður sigur", sagði Guðlaugur Þór. Hann bætti því við í viðtali í gærkvöldi við RUV að listinn sýndi kröfu um endurnýjun og að Björn Bjarnason hefði fengið góða kosningu . Björn sagði fátt en sagði þó að sér finndist hafa verið "sótt að honum utan flokksins og innan hans". "Staða kvenna sterk",segir Ásta Möller.

Ég veit ekki hverjir eru í bindandi sætum og ég hlakka til að sjá skiptingu atkvæða í einstök sæti. Sjálfsagt verður þetta allt  skoðað eftir ólíkum ferlum á morgun og mun sitt sýnast hverjum.

Slagorð Björns "Samstaða til sigurs" verður án efa hópeflithema næstu vikna því ljóst er af þessum úrslitum að kjörnefnd ætti að leitast við að vinna hratt og ganga sem fyrst frá lista beggja kjördæmanna í Reykjavík. Það er sannarlega ekki sama hvernig þeir verða fram bornir. Góða nótt, gleðjum með frambjóðendum sem reyndu að gera sitt besta. Til hamingju með úrslitin og horfum á björtu hliðarnar. 
 

 


Guðlaugur Þór mun að öllum líkindum leiða annan lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Illugi Gunnarsson er annar af sigurvegurum í prófkjörinu í Reykjavík. Hann fær glæsilega kosningu og má vel við una. Pétur vinur minn Blöndal sem hefur jafnan haldið sínu striki og verið sjálfum sér samkvæmur fær verri kosningu en ég átti von á. Hann hefur nú þegar birt kostnað við prófkjörsbaráttuna og er það vel. Vá eru konurnar að fá verri kosningu en okkur grunaði.


Guðfinna sigurvegari prófkjörsins í Reykjavík

Fyrstu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík voru að berast. Geir formaður má vera ánægður með sterka stöðu sína. Harður slagur er um annað sætið og er útlit fyrir að Björn nái því. Björn er að fá afburða góða kosningu og má hann vera ánægður með sína stöðu. Konur fá klassíska kosningu tvær í öruggum sætum og síðan koma þær á varamannabekknum. Er unga fólkið að hunsa prófkjörið? Mér finnst margt benda til að meðalaldur kjósenda hafi verið nokkuð hár. Ég var að vinna við kosninguna í Valhöll í gær og þá fannst mér gamla gengið skils sér nokkuð vel en allt of fáir ungliðar. Það má vera að þetta hafi verið á annan veg í dag en umhugsunarefni ef svo er ekki. Læt þetta nægja í bili. 

Eldganga í London

Erna og ég vorum á námskeiði í London hjá Anthony Robbins. Ef einhver hefði sagt við mig að ég ætti eftir að vaða eld í bókstaflegri merkingu hefði ég álitið það grín. Mér fannst ég vinna ákveðinn sigur á óttanum. "Bessí you can do it", sagði þjáningasystir mín þegar við vorum að hvetja hvor aðra. Það er dálítið óttablandið að standa frammi fyrir löngum eldi og eiga að stíga í hann. Gakktu bein og óhikað var ráðlagt og ég fór eftir því. Brenndi mig lítillega á tánum en skítt með það. Ekkert gat skyggt á gleði mína. Að ögra sjálfri sér á þennan hátt í hópi þúsunda manna en samt einn. Ég missti sjón á Ernu sem stóð sig eins og hetja eins og við var að búast. "We did it".

Námstefnan var frábær og er erfitt að lýsa þeirri upplifun og tilfinningum sem brutust fram. Takk Englar fyrir að bjóða okkur þátttöku.Við mæðgur áttum ánægjulega og uppbyggjandi helgi saman. Takk Erna mín.

London%20008

Prófkjörsbaráttan í Reykjavík er komin á fullt skrið. Það er einhvern vegin önnur stemming en verið hefur. Mikill hugur er í sumum af nýja fólkinu. Mér finnst ég vita lítið um suma frambjóðendurna en það er ósköp eðlilegt. Ný kynslóð er að koma til leiks. Það virðist nokkuð almenn skoðun að nokkrir núverandi þingmanna eigi undir högg að sækja Björn er afar umdeildur og þykir ýmsum sem hann hefði átt að hætta, Birgir þykir ekki hafa sýnt af sér nein stórræði.Báðir menn sem ég hef alltaf stutt til góðra verka.

Baráttan verður að mínu mati hörðust milli Guðlaugs Þórs, Péturs Blöndal, Ástu Möller, Illuga Gunnarssonar, Björns Bjarnasonar, Guðfinnu Bjarnadóttur, Daggar Pálsdóttur og Sigurðar Kára Kristjánssonar. Guðfinna Bjarnadóttir er sterkur frambjóðandi. Hún var skelegg og kom afar vel fyrir í þættinum hjá Agli Helgasyni. Samt finnst mér hún hefði átt að segja að hún styddi sjálfstæðisstefnuna. Hún er jú að verða einn af málsvörum okkar. Ég ætla sannarlega að styðja Guðfinnu. Hún hefur sýnt að hún er dugnaðarforkur sem kemur hlutunum í verk. Gott fyrir Guðfinnu að lesa ritið Sjálfstæðisstefnan eftir Birgi Kjaran heitinn. Fullt af góðum bókum til um flokkinn svo ekki sé minnst á heimasíðuna xd.is og stjórnarsamninga núverandi og fyrverandi stjórna með þáttöku Sjálfstæðisflokksins. Frambjóðendur þurfa ekki að finna upp hjólið. Önnur frábær kona er Ásta Möller. Hún er greinilega komin með ráðgjafa sem hefur góðan smekk.  Dögg Pálsdóttir er þriðja þungavigtarkonan.  Kjósum Ástu Möller, Dögg Pálsdóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur í örugg sæti.Ég á eftir að fjall frekar um prófkjörið.

Helgin var skemmtileg enda var nafna mín hjá mér. Hún er mikill gleðigjafi og kemur okkur vel saman. Við vorum að læra íslensku. Hún er hörkunemandi og á eftir að ná langt. Við erum báðar dálítið galsafengnar og höfðum gaman af að horfa á unglingamynd á Disney Channel. Ég komst ekki í heimsókn til samherja á kosningaskrifstofur en geri það í næstu viku. Talað við marga um pólitíkina og lífið. Nú er mál að hætta skrifum og ganga til náða. Annasöm vika framundan.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband