Úrillur Guðjón Arnar í bítið í morgunþætti Stöðvar 2

Guðjón Arnar formaður Frjálslynda flokksins mætti ásamt Erlu Ósk og Tamini hjá Heimi og Sigríði til að ræða málefni innflytjenda. Guðjón sýndi á heldur óskemmtilega hlið. Hann var úrillur og talaði niður til viðmælenda sinna. Erla Ósk er fulltrúi unga fólksins og hefur ákveðnar skoðanir á málinu. Guðjón sýndi með framkomu sinni dónaskap, horfði áhugalaus og óþolinmóður út í loftið þegar þær töluðu. Í stað þess að taka skoðunum þeirra af virðingu og skilningi þá var hann eins og ruddi í framkomu, yfirþyrmandi og alvitur í málinu. Í öðru orði talaði hann um umburðarlyndi og skilning en í hinu var hann sá sem allt veit. Frjálslyndi flokkurinn ætlar greinilega að nota málefni innflytjenda til að ala á þröngsýni og öfgafullri þjóðerniskennd okkar Íslendinga. Upptaka er af umræðunum á VefTV http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2002&progId=26405. Málefnið sem verið er að fjalla um brennur á okkur öllum. Það hefur eins og Heimir sagði verið mikið vandamál hvernig taka skal á mikilli hreyfingu fólks milli ríkja. Vestur Evrópuríkin ásamt Skandinavíu hafa þurft að taka á þessum málum í kjölfar vaxandi borgar og iðnvæðingar. Auðugu þjóðir heims eru eftirsótt heimili fyrir fólk sem kemur úr örbirgð. Ísland er land tækifæranna. Hér er gríðarlegur uppgangur á öllum sviðum sama hvert er litið menning,listir,iðnaður, verslun, bankastarfsemi, læknisfræði, vísindarannsóknir og.fl. Sama hvert er litið, tækifærin eru til staðar. Við erum leikendur á sviði alþjóðasamskipta á öllum sviðum og getum því ekki haldið að við ein setjum leikreglur sem henta okkur á hverjum tíma. Þróuninin kemur til Íslands um það bil áratug eða skemur en til Skandinavíu. Við höfum átt erfitt með að læra af mistökum granna okkar þrátt fyrir að héðan eru straumar fólks á ráðstefnur og seminör um allan heim.  Ef ríkisstjórnin hefur ekki nú þegar keypt bestu ráðgjöf frá t.d. Danmörku á sviði innflyjendamála ættu menn að gera það strax. Ekki búa til fleiri nefndir eða gera fleiri rannsóknir. Athafna er þörf því ferlið hér verður svipað því sem orðið hefur í nágrannalöndunum. Lítum líka á björtu hliðarnar. Mannlífið verður fjölbreyttara og enginn fær stöðvað tímans rás.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband