Sólríkri og skemmtilegri viku að ljúka.

Um síðustu helgi sótti ég nöfnu mína til Svendborgar þar sem hún sótti grunnskóla í mánuð til að bæta dönskukunnáttuna. Ég fór til Hafnar á föstudaginn fyrir viku og leigði mér bíl hjá Budget. Ferðin til Svendborgar gekk vel og ekki annað hægt að segja en að umferðin í Danmörku er mikil en hraðinn er jafn og engin æsingur. Á hraðbrautinni er 110 km. jafn og góður hraði. Eftir stutt stopp í Svendborg þar sem ég ræddi við Jens og Helle héldum við nöfnur til Köben og var nú nafna mín með kortið og með smá útúrdúrum gekk ferðin vel. Við áttum skemmtilega daga saman, fórum í Tívolí á slóðir Jóns Sigurðssonar í Jónshús, tókum okkur far með útsýnisrútu og skoðuðum höfnina, litlu hafmeyjuna og fleira. Það var aragrúi af ferðamönnum í borginni og ægði saman ólíku fólki. Mannlífið í Tívolí var fjölskrúðugt þegar ég leit yfir mannfjöldann sem var að njóta stuttrar balletsýningar í garðinum. Veðrið var gott en rigning af og til sem við létum ekki á okkur fá. Á laugardaginn ókum við um og fórum í Fisketorvet og Fields sem eru stór vöruhús. Allt var á útsölu og fékk Bessí Þóra smávegis af bolum og peysum á frábæru verði. Ég var ekki að hugsa um sumartískuna enda á ég eitthvað af sumarfötum. Vetrartískan er farin að sjást á nokkrum stöðum og fékk ég mér nokkur kennsludress. Frábær ferð með hressri Bessí Þóru.

Veðrið er einstaklega fallegt og er ég búin að vera í sólbaði og því lítið gert annað en njóta þess. Einar Örn er að klára reiðnámskeið í dag og hann er líka búinn að vera á golfnámskeiði. Duglegur strákur. Systkinin fara síðan bæði í sumarbúðir í næstu viku. Jóhanna Margrét er með Mörtu í Grikklandi og er allt gott af þeim að frétta. Ferðalagið þeirra hefur verið fullt af ævintýrum og nú fá þær að kynnast grískri menningu á Corfu og í Aþenu. Þær koma heim í lok næstu viku og hlakka ég til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband