Rok í Reykjavík

Aðfararnótt sunnudags var mikið rok og öldugangur í Skerjafirði. Fyrir framan húsið mitt er göngustígur sem er afar vinsæll og gamall varnargarður sem hlaðinn var til að verja túnið á Skildinganesi. Þessi garður er illa farinn einkum vegna mikils ágangs sjávar en við hafa bæst skemmdir af manna völdum. Árum saman hafa íbúar hverfisins beðið um að garðurinn verði lagaður þannig að hann hverfi ekki að hluta eða skemmist meira en nú er orðið. Marta vinkona mín hefur verið ötull fulltrúi okkar í viðræðum við borgaryfirvöld. Í rokinu í morgun kvarnaðist verulega úr veggnum og sjórinn gekk hamförum yfir hann. Raunar er veruleg slysahætta af grjótinu á göngustígnum og þang hefur borist víða um túnin. Við settum hlera fyrir gluggana niðri enda full ástæða til þegar veðrið er svona slæmt. Öldurnar voru tilkomumiklar og veðurhæðin skildi eftir tilfinningu fyrir ægimætti  náttúruaflanna.

 

 IMG_0148

 Nú hefur lægt en stormar geisa á öðrum sviðum og er þá skemmst að minnast átakanna sem fylgja prófkjörunum. Silfur Egils var ágætt í dag. Mér finnst Egill yfirleitt frábær. Hann hefur tilfinningu og ástríðu fyrir því sem hann er að gera. Það er líka eins og hann nálgist viðfangsefnin á hlutlægari hátt en oft áður. Hann talaði af raunsæi um prófkjörin og spurningarnar hittu ágætlega í mark. Ég hef alltaf gaman af Þórhildi Þorleifsdóttur, hún er afar skörp og með skemmtilegan húmor. Svo er hún orðin sjónvarpsvæn í útliti ólíkt því sem áður var. Steinunn var með forljótt hálsmen sem truflaði mig. Mér finnst hún aldrei sannfærandi sú kona. Ung kona úr Sjálfstæðisflokknum vakti áhuga minn, ekki það ég hafi ekki heyrt til hennar áður en hún var sannfærandi, rökföst og lét ekki villa sig af leið. Hér er á ferðinni Ragnheiður Elín Árnadóttir sem er ein sex kvenna sem gefa kost á sér í SV kjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum.

Má til með að birta sýnishorn af kjörseðlinum sem ég fékk á xd.ix

ATKVÆÐASEÐILL

í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi

11. nóvember 2006

Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður

Steinunn Guðnadóttir, íþróttakennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra

Ármann Kristinn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs

Árni Þór Helgason, arkitekt

Bjarni Benediktsson, alþingismaður

Bryndís Haraldsdóttir, varaþingmaður

Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Pétur Árni Jónsson, skattaráðgjafi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri

ATHUGIÐ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 6 frambjóðendur.

Kjósið 6 frambjóðendur í töluröð

 

 

Mátti til með að birt seðilinn og minni á að sex konur eru í framboði. Hér gefst tækifæri til að sýna í verki að þær njóti jafnstöðu á við karlana.

Eftir annasaman dag er gott að ganga til rekkju og safna orku fyrir nýjan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 424

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband