Eldganga í London

Erna og ég vorum á námskeiði í London hjá Anthony Robbins. Ef einhver hefði sagt við mig að ég ætti eftir að vaða eld í bókstaflegri merkingu hefði ég álitið það grín. Mér fannst ég vinna ákveðinn sigur á óttanum. "Bessí you can do it", sagði þjáningasystir mín þegar við vorum að hvetja hvor aðra. Það er dálítið óttablandið að standa frammi fyrir löngum eldi og eiga að stíga í hann. Gakktu bein og óhikað var ráðlagt og ég fór eftir því. Brenndi mig lítillega á tánum en skítt með það. Ekkert gat skyggt á gleði mína. Að ögra sjálfri sér á þennan hátt í hópi þúsunda manna en samt einn. Ég missti sjón á Ernu sem stóð sig eins og hetja eins og við var að búast. "We did it".

Námstefnan var frábær og er erfitt að lýsa þeirri upplifun og tilfinningum sem brutust fram. Takk Englar fyrir að bjóða okkur þátttöku.Við mæðgur áttum ánægjulega og uppbyggjandi helgi saman. Takk Erna mín.

London%20008

Prófkjörsbaráttan í Reykjavík er komin á fullt skrið. Það er einhvern vegin önnur stemming en verið hefur. Mikill hugur er í sumum af nýja fólkinu. Mér finnst ég vita lítið um suma frambjóðendurna en það er ósköp eðlilegt. Ný kynslóð er að koma til leiks. Það virðist nokkuð almenn skoðun að nokkrir núverandi þingmanna eigi undir högg að sækja Björn er afar umdeildur og þykir ýmsum sem hann hefði átt að hætta, Birgir þykir ekki hafa sýnt af sér nein stórræði.Báðir menn sem ég hef alltaf stutt til góðra verka.

Baráttan verður að mínu mati hörðust milli Guðlaugs Þórs, Péturs Blöndal, Ástu Möller, Illuga Gunnarssonar, Björns Bjarnasonar, Guðfinnu Bjarnadóttur, Daggar Pálsdóttur og Sigurðar Kára Kristjánssonar. Guðfinna Bjarnadóttir er sterkur frambjóðandi. Hún var skelegg og kom afar vel fyrir í þættinum hjá Agli Helgasyni. Samt finnst mér hún hefði átt að segja að hún styddi sjálfstæðisstefnuna. Hún er jú að verða einn af málsvörum okkar. Ég ætla sannarlega að styðja Guðfinnu. Hún hefur sýnt að hún er dugnaðarforkur sem kemur hlutunum í verk. Gott fyrir Guðfinnu að lesa ritið Sjálfstæðisstefnan eftir Birgi Kjaran heitinn. Fullt af góðum bókum til um flokkinn svo ekki sé minnst á heimasíðuna xd.is og stjórnarsamninga núverandi og fyrverandi stjórna með þáttöku Sjálfstæðisflokksins. Frambjóðendur þurfa ekki að finna upp hjólið. Önnur frábær kona er Ásta Möller. Hún er greinilega komin með ráðgjafa sem hefur góðan smekk.  Dögg Pálsdóttir er þriðja þungavigtarkonan.  Kjósum Ástu Möller, Dögg Pálsdóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur í örugg sæti.Ég á eftir að fjall frekar um prófkjörið.

Helgin var skemmtileg enda var nafna mín hjá mér. Hún er mikill gleðigjafi og kemur okkur vel saman. Við vorum að læra íslensku. Hún er hörkunemandi og á eftir að ná langt. Við erum báðar dálítið galsafengnar og höfðum gaman af að horfa á unglingamynd á Disney Channel. Ég komst ekki í heimsókn til samherja á kosningaskrifstofur en geri það í næstu viku. Talað við marga um pólitíkina og lífið. Nú er mál að hætta skrifum og ganga til náða. Annasöm vika framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 424

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband