11.7.2006 | 00:11
"Hvað var sagt?"
Zidane var rekinn af leikvellinum í HM í gær. Dapurlegt að ljúka þannig ferli sínum. Eftir stendur að hann beitti ofbeldi og það hefði verið ótækt að hann slyppi við refsingu. Ég horfði á leikinn heima hjá Oddnýju vinkonu og eina stöðin sem ég komst inn á var DR. Fyrst skyldi ég varla orð af því sem þulurinn sagði en það lagaðist fljótt. Skelfing var hann leiðinlegur. En hvað á að gera þegar ekki næst í Sýn. Auðvitað var þetta klaufaskapur eins og að missa út íslensku stafina á tölvunni og finna þá ekki aftur. Jóhanna Margrét bjargaði því í samráði við Einar, sem hafði lent í því sama, á einni mínútu eða svo.
Myndin mín er af mér að hoppa á trampólíni í fyrrradag. Einar Örn sagði að ég gæti það alveg. Mamma hans var búin að hoppa 200 hopp. Ég varð við áskorunni enda stolt af trausti barnsins á ömmu sinni. Ég var heldur óörugg í byrjun og þorði ekki að lyfta fótunum en viti menn sjálfstraustið jókst og fæturnir fóru hærra og hærra.Einar taldi og eftir 100 og góða hvíld komu 110 í viðbót. Mikill sigur fyrir mig að gera eitthvað sem ég hef ekki þorað áður. Ég þakkaði Einari fyrir að hafa trúað að ég gæti þetta. Hann brosti til mín með stríðnisglampa í augum.
Það er gott að koma í Laugar, World class, og taka hraustlega á undir öruggri stjórn Einars Óla. Ef ég kvarta um sársauka segir hann mér að ég þurfi aðeins að komast lengra. Ég veit að ég hefði ekki getað hoppað svona mikið ef ég hefði ekki æft nokkuð reglulega. Mér líður alltaf vel að æfingum loknum en er stundum löt að koma mér af stað. Vinstri öxlin er ekki komin í lag eftir að ég meiddi mig á sal í skólanum fyrir einu og hálfu ári þegar nemandi rak sig óvart í kollinn sem ég ætlaði að setjast á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.