Verður Framsókn með konur í forustu?

Siv Friðleifsdóttir hefur tilkynnt framboð til formennsku í Framsóknarflokknum. Getur það gerst að Framsóknarflokkurinn verði fyrsti blandaði stjórnmálaflokkurinn (ekki kvennalisti) til að fá konu í formanns- og varaformannssæti? Varla, og þó, framsóknarmenn hafa verið merkilega duglegir við að koma konum í leiðtogasæti. Það gæti lengt lífið í Framsóknarflokknum a.m.k. hefur flokkurinn engu að tapa. Jón Sigurðsson er er ágætlega hæfur en hefur hann þá persónutöfra sem þarf til að ná til ungra kjósenda? Hann kemur fyrir sem traustur en dálítið þurr og ekki laus við hroka. Veit um hvað hann talar og lætur vita af því. Ég þekki Jón frá gamalli tíð og veit að hann er drengur góður og mikill húmoristi. Hann þarf að mýkja sinn stíl. Einhver orðaði það að hann væri of líkur skólastjóra eða mjög ströngum kennara. Hann er ekki með mikla reynslu af framkomu í fjölmiðlun og þyrfti að fara á gott námskeið hjá Þorsteini J.og Maríu Ellingsen. Siv er glæsileg, jákvæð og hefur sýnt að hún getur verið leiðtogi. Sjálfsagt hafa strax komið fram fordómar gegn henni en þær Jónína Bjartmars og hún gætu orðið góðar saman. Hörku konur með nýja ímynd sem fallið gæti ýmsum kjósendum vel. Kannski er enn lífsmark með Framsóknarflokknum?

Umræðan um átökin í Líbanon eru átök sjálfstæðs, fullvalda ríkis gegn hryðjuverkamönnum Hizbollah sem fela sig í skjóli almennings. Þetta virðist gleymast í umræðunni í íslenskum fjölmiðlum að verulegu leyti. Íranir og Sýrlendingar hafa dælt vopnum til Hizbollah og í krafti þess skjóta þeir á saklausa borgara í Ísrael. Vopnaður friður er að komast á en hann verður varla varanlegur ef Palestínumenn fá ekki sitt fullvalda ríki og þeir viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis.

Frábært hjá bresku, pakinstönsku og bandarísku lögregunni að koma í veg fyrir skelfileg hryðjuverk sem áformuð voru. Það verður að ná tökum á hryðjuverkasamtökum og koma á þann hátt í veg fyrir árásir. Til hamingju, sérstaklega breska lögreglan 

Hef fengið skammir fyrir að blogga ekkert undanfarið. Það stendur til bóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 464

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband