4.7.2006 | 22:16
"Þvílík snilld"
Ítalir unnu Þjóðverja í frábærum leik. Arnar Björnsson lýsti leiknum skemmtilega á Sýn. Við Jóhanna Margrét vorum límdar við sjónvarpið og þó við héldum báðar með Þjóðverjum getum við ekki annað en glaðst með Ítölum. Þorsteinn J. og Heimir Karlsson hitta vel í mark enda frábærir sjónvarpsmenn. Ég fékk fyrst áhuga á fótbolta þegar ég fékk tækifæri til að vera á upphafsleik heimsmeistarakeppninnar í Kóreu. Það var einstök upplifun. Hér á heimilinu er mikill fótboltaáhugi og alltaf stillt á Sýn þegar leikir eru á HM. Ég er að vísu afar fáfróð hvað varðar leikreglur en mér er sýnd þolimæði þegar ég spyr sjálfsagt einfaldra spurninga. Haft er orð á því hve vel Þjóðverjar hafa staðið að keppninni og að hún hafi skapað einingu í annars sundruðu ríki. Það er gott að Þjóðverjar finni til samkenndar og að önnur ríki geti horft jákvætt til þeirra. Íþróttir eru vel til þess fallnar að tengja menn þannig að þeir upplifi sig sem samherja þó í leik sé. Það er mikilvægt að efla liðsheildina og skapa bjartsýni. Á morgun keppa Portúgal og Frakkland og held ég með Portúgal. Hvað með 2-1 fyrir Portúgal?
Til hamingju Einar Óli með árangurinn á inntökuprófinu í sjúkraþjálfun í HÍ og með nýju íbúðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.