Viðhorfið skiptir máli

Er ekki dæmigert að finna forsjárhyggju í viðbrögðum margra við slysaöldunni sem reið yfir umliðna helgi. Banna hraðskreiða bíla, koma fyrir tæki sem takmarkar hámarkshraða, hækka innflutingsgjöld o.s.frv. Þó allt þetta væri gert þá dugar það ekki til því að það er fyrst og fremst viðhorf ökumannsins og farþeganna sem ræður úrslitum. Spurningin er hvernig getum við haft áhrif á það. Ég er hrifin af kraftmiklum bílum og kemst bílinn minn í 260 km. samkvæmt tölunum á hraðamælinum. Staðreyndin er sú að kraftmiklir bílar eru oft sterkbyggðari og með betri öryggistæki en litilir og kraftlausir bílar. Mitt viðhorf til aksturs er að aka eftir aðstæðum, nota öryggisbelti sem ökumaður og ekki síður að farþegarnir geri það líka. Ekki að tala í síma (kemur þó fyrir)við akstur og láta sem minnst trufla mig. Bílar hafa alltaf verið stór þáttur í mínu lífi. Pabbi gerði upp bíla sem hann keypti hjá Sölunefnd varnarlisðseigna og seldi síðan. Hann var mikill bílamaður og kunni að meta "alvörubíla" eins og hann kallaði þá. Síðan giftist ég inn í mikla bílafjölskyldu og hef eignast marga frábæra bíla. Bílar eru í sífelldri þróun og mikið lagt í að gera þá sem öruggasta fyrir ökumann og farþega. Sé  viðhorf ökumannsins að virða ekki lög og reglur þá er það ekki bílnum um að kenna ef illa fer. "Árinni kennir illur ræðari" eins og segir í fornum málshætti. Hörmuleg umferðarslys vekja okkur til umhugsunar um það hvort viðhorf ungra ökumanna til aksturs þurfi ekki að breytast. Þar verðum við að skoða hvernig efla megi ábyrgðartilfinningu hvers og eins þannig að þeir sem setjast undir stýri og þeir sem eru farþegar fylgi settum reglum. Með því móti verður til hugarfarsbreyting. Enginn heilbrigður ökumaður ætlar að valda slysi en er það nóg?

Ágætur pistill hjá Vali Óskarssyni um ábygðarleysi margra foreldra á uppeldi barna sinna. Ég veit að ýmsum þykir ótrúlegt að foreldrar skuli æsa sig yfir því að áfengi sé tekið af unglingunum þeirra. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Þegar talað er um útihátíðir og áfengisneyslu segja sumir."Þetta var ekkert betra þegar ég var ung". Það má rétt vera en í dag vitum við mun meira um skaðsemi áfengis og fíkniefna en áður. Börnin eru dýrmætasta eign okkar og þess vegna viljum við að þau fái alla þá umhyggju og aga sem þarf til að gera þau að mönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 464

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband