Unglingar og útihátíðir

Jóhanna Margrét er komin heim af útihátíð í Ólafsvík. Fegin að allt gekk vel. Hún sagði mér að mikið hafi verið um unglinga 13-14 ára dauðadrukkin og eftirlitslaus. Nú er það svo að mikill áróður er rekinn fyrir því að foreldrar láti ekki unglingana sína fara á slíkar samkomur á eftirlits. Ég hef haft það fyrir sið með börnin mín að þau séu helst í útlöndum í skóla á þessum tíma árs þegar útihátíðir eru haldnar. Jóhanna sem verður 18. ára í næsta mánuði er reglusöm og er í góðum hópi sem stendur saman. Umferðarslys helgarinnar voru hörmuleg og það verður aldrei nægjanlega brýnt fyrir ökumönnum að fara varlega. Ég held að unga fólkið hlusti mun minna í dag á útvarp en áður var. Ipod þar sem tónlistin er valin eftir smekk hvers og eins hefur komið í staðinn. Þetta hefur það í för með sér að finna þarf nýjar leiðir til að ná til ungra ökumanna. Spurning er hvort SMS eða auglýsingar á blogg og spjallrásum geta komið til greina. Ungt fólk les mun minna af dagblöðum þá helst af Netinu. Nýju miðlarnir hafa tekið við af eldri tækni og munu gera enn frekar í framtíðinni. Myndbandaleigurnar eru vettvangur ásamt líkamsræktarstöðvunum þar sem hægt er að ná til ungs fólks. Segi þetta aðeins til umhugsunar. Bæti við heimasvæðum framhaldsskólanna. En hvernig náum við til vitlausra foreldra sem sinna ekki uppeldisskyldu sinni? Ég ætla að hugsa það mál.

Nafna mín 11 ára fór til Svíþjóðar og var þar með fimleikahópnum sínum í síðustu viku. Hún sendi SMS til að láta vita af sér. Þegar hún var spurð með SMS hvernig henni liði kom svarið "vel". Nú er hún komin í skóla í Englandi þar sem hún á að nema ensku. Ég veit að hún á eftir að spjara sig. Þetta verður ævintýri. Svo fer ég út í lok júlí að sækja hana til London þar sem við ætlum að skemmta okkur fara í leikhús og auðvitað versla dálítið.

Sunnudagsblað Morgunblaðsins er oft mjög vandað og þar er fjallað um efni sem skipta miklu máli í samfélaginu. Vændi er alþjóðlegt vandamál og hefur sjálfsagt tíðkast hér á landi frá stríðsárunum þegar körlum fjölgaði með komu erlendra hermanna. Sjálfsagt hefur vændi tíðkast í kringum bandaríska herinn og nú á seinni árum í kringum aukna ferðamennsku. Erfitt er að uppræta mannlega eymd sem leiðir af vændi en ég hef verið þeirrar skoðunar að þeir sem kaupa vændi eigi að fá refsingu ekki síður en þeir sem selja það. Klámvæðing þjóðfélagsins hefur verið mjög hröð og sjá má merki hennar í tískuheiminum jafnvel fyrir ungar telpur. Klámfíkn er stórt vandamál og segja mér tölvusérfræðingar að flestir karlmenn fari á klámsíður en margir hætti því eftir nokkurn tíma meða fíklarnir eru óseðjandi enda um nægt efni fyrir þá að velja.

Kvennahópurinn minn er í frí fram yfir verslunarmannahelgi. Ég sakna fundanna sem eru gefandi og skemmtilegir. Vona að stelpurnar fari varlega og gera engar vitleysur.

Fyrir utan gluggann minn er farið að dimma og það rignir. Inni er orðið rökkvað og það þarf að kveikja ljós. Nú er hásumar en samt finnum við svo lítið fyrir því.

Geir Haarde er vinsælasti stjórnmálamaðurinn. Það kemur ekki á óvart. Geir er traustur eins og hann sýndi svo vel þegar hann kom að lausn kjarasamninganna nú nýlega. Þjóðin vil hafa jákvæðan og taustan foringja og ekki skaðar hvað hann er gæsilegur maður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 464

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband