23.4.2007 | 02:39
Lýðræði á réttri leið
Kosningaþátttakan í frönsku forsetakosningunum sanna gildi lýðræðissins. 85% kosningaþátttaka er okkur lýðræðissinnum bæði gleði og mikil hvatning. Úrtölu- og svartsýnisraddir hafa haldið því fram að almenningu hafi minnkandi áhuga á stjórnmálum. Margir kjósendur höfðu ekki viljað gefa upp afstöðu sína til einstakar frambjóðenda þegar þeir voru spurðir í franska sjónvarpinu í vikunni. Ég tel að margir vilji ekki opinbera fyrir alþjóð hvað þeir ætla að kjósa og við skulum muna að það er þeirra mál. Kosið verður aftur milli þeirra sem flest atkvæði fengu líkt og gera ætti hér á landi í forsetakosningum-Bravó franskir kjósendur.
Var að ljúka við að horfa á endursýningu á Kastljósi og var það ágætur þáttur um viðhorf frambjóðenda í Reykjavík suður, mínu kjördæmi.Spyrlarnir Jóhanna Vigdís og Þordís voru ágætar. Vel undirbúnar og héldu mönnum við efnið. Það sem stóð upp úr er hversu ósamkvæmir vinstriflokkarnir eru sjálfum sér. Ómar vill áfram flugvöllinn í Vatnsmýrinn eins og ég. Breyta þarf brautunum lítillega og byggja samgöngumiðstöð. Samgöngumálin þarf að leysa. Sundabraut, Kringumýrarbraut og Öskjuhlíðargöng. Drífa þarf í þessum framkvæmdum öllum.Kolbrún koma með sínar klassísku klisíur en engar nýjar hugmyndir. Allt er vont sem vel hefur verið gert. Draga fram óánæju. Ekki er það nú uppbyggileg stefna.Forsjárhyggja, vantrú á einstaklingana Ingibjörg Sólrún er í fýlu við Vinstri græna og spæld yfir fylgisaukningu þeirra. Íslandahreyfingin er óttaleg stefnulaus og leysa það engar vísur frá Ómari. Hann er ekki á réttri hillu. Átti að halda sig við baráttusamtökin. Hann hefur ekki nægjanlega þekking á efnahags- og félagsmálum. Jón Magg var við sama heygarðshornið með útlendingana en sýndi góða takta í samgöngumálum. Jónína Bartmars var bara hörkugóð og varðist vel. Geir er minn maður og auðvitað var hann bestur. Sýndi festu og framsýni . Það gerum við með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Jón Baldvinn var hjá Agli og athygli vakti að hann svaraði ekki spurningunni um hvað flokk hann ætlar að kjósa. Ekki er það nú jákvætt fyrir Samfylkinguna sem vildi hann ekki á framboðslista. Kýs hann Vinstri græna? Ekki líklegt. Jón er í raun frjálslyndur hægrimaður sem ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en það er væntalega of stór biti fyrir hann að kyngja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.