Ný kynslóð á tónlistarhátíð

RUV sýndi í kvöld frá afhendingu íslensku tónlistarverðlaunanna í Borgarleikhúsinu. Unga fólkið setti mestan svip á hátíðina og ber að fagna því hversu glæsilegt ungt tónlistarfólk við eigum. Það er afar viðeigandi að veita því fyrirtæki sem best gerir hverju sinni til að örva tónlistarfólk til dáða viðurkenningu. Mikið er rætt um gróða íslenskra stórfyrirtækja en í því sambandi gleymist hversu mikilvægur stuðningur þeirra er við hvers konar menningarstarfsemi í landinu. Ég hef miklar efasemdir að þeir fjármunir hefðu legið á lausu hjá ríkisvaldinu.

Á laugardaginn var sótti ég 100 ára afmælishátíð KRFÍ. Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður félagsins hefur notið mikillar virðingar sem formaður og sýndi það sig á ráðsefnunni þar sem fjölmenntu konur úr öllum stjórnmálaflokkum. Dagskráin var yfirgripsmikil og fróðleg. Sólveig Ólafsdóttir fyrrverandi formaður var gerð að heiðursfélaga. Sólveig var formaður KRFÍ á því herrans ári 1975 þegar konur fjölmenntu á kvennafrídaginn í miðbæ Reykjavíkur, svo margar að hrollur fóru um suma karlana og þeir sáu að konur geta með samtakamætti sínum unnið þrekvirki. Framtíðin var nokkuð til umræðu og bent á að við eigum enn verk að vinna. Fjölga þarf konum í stjórnum bæði opinberum og hjá einkageiranum. Kvennastéttir eru enn eftirbátar á vinnumarkaði og allt of lítið gert til að brjóta þær upp og virkja karla inn í "hefðbundnar" kvennastéttir. Konur þurfa að vera fleiri í stjórnum verkalýðs- og atvinnurekenda. Búa þarf til áætlun um það hvernig breyta megi ímynd starfstétta sem konur eru í meirihluta í. Tökum dæmi kennsla í leik- og grunnskóla, umönnununarstörf á ýmsum sviðum. Rannveig Rist benti nýlega á í viðtali við Mbl. að viðhorf starfsmanna í Alverinu í Straumsvík hefði breyst mikið til þess að konur og karlar gætu starfað þar hlið við hlið. Raunar er það átak sem unnið hefur verið í jafréttismálum innan stóriðjugeirans ´til fyrirmyndar. Þar verða breytingar þó hægt fari. Jafnréttisnefndir ríkis og sveitarfélaga þurfa að taka upp nýja og jákvæðari hugsun. Ég get ekki annað en minnst á hádegisfund sem mér var boðið á á mánudaginn. Þar var ræðumaður nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins Stefán Eiríksson. Hann vill nálgast starf sitt af jákvæðni og með því að gera menn virka bæði innan lögreglunnar og hinn almenna borgara. Það er með hugsun og vinnubrögðum sem miðar að skilvirkni og samvinnu svo ekki megi gleyma sýnileika. Jafnréttisbaráttan er ekki nægjanlega sýnileg. Feministar hafa þó verið undantekningin sem sannar regluna, en það er spurning hvort ekki sé hægt að reka baráttuna á jákvæðari nótum. Ungar konur í stjórnmálum þurfa að vera duglegar að koma fram í fjölmiðlum. Með því öðlast þær dýrmæta reynslu. Tvær ungar sjálfstæðiskonur Sigríður Andersen og Erla Ósk Ásgeirsdóttir hafa komið í viðræðuþætti og staðið sig eins og hetjur þó fréttamennirnir hafi báðir sem stjórnuðu viðræðunum sýnt af sér mikinn hroka gagnvart þeim. Hvað er svona miklu merkilegra sem dettur upp úr Guðmundi Steingrímssyni og Stefáni Jóni Hafstein en þessum ungu konum? Fréttamenn þurfa að koma fram við viðmælendur sína af virðingu og nærfærni. Frekir karlar vilja gjarnan valta yfir ungar konur sem eru að byrja sinn ferið í stjórnmálum. Áfram stelpur, ekkert væl. Látið ekki valta yfir ykkur.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 386

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband