Jólin eru ekki bara jól

"Ég hengi upp kúlu, en þú flytur hana alltaf", sagði Jón minn yndislegi tengasonur við Ernu dóttur mína þegar við vorum að ræða jólaundirbúninginn í kvöld. "Mamma þú ólst mig upp í því að svona á að skreyta jólatré". Ótrúlegt en satt. Þannig er ég án þess að hafa gert mér grein fyrir því. Fyrst er það jólaserían, innst, lýsir upptréð. Kúlurnar koma síðan, neðst þær stóru (voru aðeins til fjórar), Efst þær smæstu. Síðan má sjá í sérstakar kúlur beint ofan sjónlínu, en aldrei tvo liti saman. Jóhanna sagði að hún hefði lært þetta ósjálfrátt enda hefur hún séð um skreytingu undanfarin ár. Svo eru það gjafirnar. Ég er hræðilega forvitin og hef venjulega fundið út alla gjafirnar en í ár er þetta eins og margt annað öðruvísi. Ég veit ekki hvað ég fæ. Spennandi.I dag á Þorláksmessu kemur Einar afmælisbarn morgundagsins til mín. Um daginn kom til hans óvænt gjöf í skóinnog viti menn ég sá spor í snjónum við gluggann minn (bæði kattar og jólasveins) og hann vildi fá að laumast og elta þau. Gat fengið hann ofan af því en það get ég sagt að ferð Sveinka verður ekki auðveld næstu nótt enda ekkert færi fyrir Arctic Cat sleða með jólasvein og kött, en við finnum ráð við því.

Jólin eru ekki bara jól , þau eru yndisleg aðventa, biðtími jólanna. Við aðlögum okkur hugsununni um nýtt upphaf sem felst í fæðingu frelsarans, sem endurspegalr líf okkar allra.

Gleðileg jól, guð blessi okkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband