11.11.2006 | 23:58
Lokið spennandi prófkjörum-Til hamingju Þorgerður Katrín-foringi og forkur
Þorgerður Katrín er óumdeildur foringi sjálfstæðismanna í SV kjördæmi. Úrslitin sýna að smölunin hefur gengið sérstaklega vel hjá Ármanni og Jóni. Ragnheiðarnar hafa ekki haft jafn vel smurðar kosningamaskínur að baki sér. Atkvæðamunurinn er ekki það mikill að annað ráði úrslitum. SMS skeyti og hringingar á kjördag virðast geta gert herslumuninn. Listinn er sterkur og við ættum að geta bætt okkur enn frekar í kjördæminu. (Hér átti að koma mynd af Þorgerði en mér tókst ekki að koma henni inn. Bæti úr því á morgun). Talning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV kjördæmi |
| |||||||||||||
1 | SUM | 2 | SUM | 3 | SUM | 4 | SUM | 5 | SUM | 6 | SUM | Sæti | ||
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | c | 5002 | 5002 | 500 | 5502 | 107 | 5609 | 66 | 5675 | 54 | 5729 | 72 | 5801 | 1 |
Bjarni Benediktsson | f | 781 | 781 | 4651 | 5432 | 169 | 5601 | 111 | 5712 | 93 | 5805 | 71 | 5876 | 2 |
Ármann Kristinn Ólafsson | d | 75 | 75 | 256 | 331 | 2264 | 2595 | 371 | 2966 | 428 | 3394 | 462 | 3856 | 3 |
Jón Gunnarsson | h | 77 | 77 | 146 | 223 | 523 | 746 | 1679 | 2425 | 918 | 3343 | 644 | 3987 | 4 |
Ragnheiður Elín Árnadóttir | j | 23 | 23 | 143 | 166 | 603 | 769 | 1488 | 2257 | 1046 | 3303 | 891 | 4194 | 5 |
Ragnheiður Ríkharðsdóttir | k | 71 | 71 | 184 | 255 | 1712 | 1967 | 420 | 2387 | 560 | 2947 | 566 | 3513 | 6 |
Sigurrós Þorgrímsdóttir | a | 7 | ||||||||||||
Atkvæði talin | 6174 | |||||||||||||
Á kjörskrá eru | 11700 | 6409 | greiddu atkvæði | 55% | kjörsókn |
Lokatölur af xd.is
Samfylkingin var með spennandi prófkjör í Reykjavík. Mér finnst flott hjá þeim að hafa fjórar konur og fjóra karla í efstu átta sætunum.Það skiptir máli og styrkir án efa listann. Annars ætla ég ekki að segja fleira um það í bili. Mér finnst vanta sundurgreiningu atkvæða hjá Samfylkingunni á annars ágættum vef þeirra. Mbl.is stóð sig best aðmínu mati í upplýsingaflæði í kvöld. xd.is er líka ágætur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Bessí
Gaman að lesa vefinn þinn. Skemmtileg skrif. Lít hér oft við. Við erum sammála um prófkjörið í Kraganum. Góður sigur varaformannsins okkar og gleðiefni að sjá Ragnheiði Elínu í öruggu sæti. Varð fyrir vonbrigðum með að kjarnakonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir varð ekki ofar, þó vissulega vildi ég Ármann Kr. í það sæti sem hann vildi fá, enda mikill sómamaður. Heilt yfir er þetta öflugur og góður listi.
Stefán Friðrik Stefánsson, 12.11.2006 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.