Einar Örn į spķtala

Į Barnaspķtala Hringsins er jįkvętt og einstaklega fęrt starfsfólk. Einar Örn veiktist ķ skólanum į fimmtudagsmorgun. Uppköst  og slęmur magaverkur sem įgeršist og fęršist nešar ķ kvišinn žegar leiš į daginn. Hann og Bessķ Žóra voru ķ minni umsjį žar sem foreldrarnir voru erlendis. Ég įkvaš aš fara meš hann śt į heilsugęslu og hitti žar ungan lękni Kristjįn sem skošaši hann vel og leitaši upp skżrslu frį Barnaspķtala Hringsins frį žvķ ķ jślķ ķ įr en žį höfšu Erna og Jón fariš meš hann žangaš eftir aš hann fékk svipaša verki nešst ķ kvišinn. Kristjįn sagši mér aš fara meš hann į spķtalann ef honum versnaši. Eftir aš viš komum heim sofnaši hann og žegar hann vaknaši kvartaši hann undan sįrari verkjum. Ég įkvaš žvķ aš ekki vęri eftir neinu aš bķša og hafši samband viš Ernu og gaf hśn gręnt ljós į aš fara meš hann. Į Barnaspķtalanum var vel tekiš į móti okkur Sólborg hjśkrunarfręšingur skošaši hann og sķšan Tryggvi lęknir. Įkvešiš var aš taka žvag- og blóšprufu. Žegar žaš kom ķ ljós aš žęr voru ekki ķ lagi var okkur sagt aš best vęri aš viš dveldum į spķtalanum yfir nóttina til eftirlits. Einari leist ekkert į žaš ķ fyrstu og gerši lķtiš śr verkjunum. Ekki gat hann žó leynt sįrsaukanum og gengum viš til rekkju. Ég svaf viš hliš hans ķ įgętu feršarśmi. Viš svįfum frekar lķtiš enda sķfellt veriš aš sinna Einari eša ungum dreng sem lį ķ hinu rśminu. Į föstudagsmorgun var į nż tekin blóšprufa og sżndi hśn aš ekki vęri allt meš felldu. Okkur var tilkynnt aš best vęri aš taka botnlangann sem fyrst. Undirbśningur hófst strax og fjöldi lęknanema kom og fékk aš skoša Einar sem tók žvķ af stóķskri ró. Žegar Erna og Jón fréttu af gangi mįla įkvįšu žau aš koma strax heim frį Mķlanó en Erna hafši veriš žar į BMW fundum. Kristjįn skuršlęknir gerši okkur grein fyrir žvķ sem var framundan og hjśkrunarfręšingur sżndi Einari myndir af skuršdeildinni sem viš vorum į leiš į. Allt var žetta gert į jįkvęšan og uppörvandi hįtt.

Į skuršdeildina er drjśgur spölur og žótti Einari feršin žangaš spennandi. "Hér eru allir ķ gręnu", sagši Einar viš Sólborgu eldri sem tók į móti okkur. Gķsli svęfingalęknir kom og skošaši Einar og spurši nokkurra spurninga og gerši okkur grein fyrir svęfingunni og įhrifum hennar. Eftir žetta fékk Einar sprautu og kvaddi ömmu sķna og var nś fluttur inn į skuršstofu.

Ašgeršin gekk vel. Botnlaginn var bólginn og Kristjįn lęknir sagši gott fyrir Einar aš losna viš hann. Einar var talsvert žrekašur eftir ašgeršina og fékk verkjalyf. Eftir aš hann sofnaši ķ tvęr stundir vaknaši hann hinn hressasti og var žvķ ekki eftir neinu aš bķša og viš vorum flutt į barnadeildina į stofu 33. Ašstašan fyrir sjśklinga og ašstandendur er einstaklega góš og allur ašbśnašur hinn besti. Gummi kom aš leysa mig af og fór ég heim og sofnaši um stud enda oršin daušžreytt. Einar Örn er einstaklega ljśfur og góšur drengur. Hann hefur hśmorinn ķ góšu lagi og var til ķ aš segja žeim sem vildu į hlķša brandara.Verst aš ég man ekkert af žeim. Hugurinn var viš annaš. Žegar leiš į nóttina kom foreldrarnir og ég var send heim. Mķnu hlutverki var lokiš um sinn. Ég įtti erfitt meš aš sofna žegar heim var komiš. Oddnż vinkona var aš passa Bessķ Žóru en žęr voru bįšar sofnašar. Allt hafši gengiš aš óskum meš gušs hjįlp. Kęrar žakkir įgęta starfsfólk Barnaspķtala Hringsins. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 572

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband