20.6.2006 | 21:04
"Kemst ég ekki í framhaldsskóla í vetur?"
Nemendur sem ætla í framhaldsskóla í vetur eru alls ekki vissir um að fá inni í óskaskólanum eða yfirleitt í nokkrum framhaldsskólanna. Kvennaskólinn í Reykjavík er einn af vinsælustu skólunum og hefur verið um árabil. Könnun meðal nemenda í 1. og 2. bekk skólans veturinn 2005-2006 sýnir vel afstöðu nemenda til skólans. Mikil ánægja er með kennsluna og samskipti í skólanum.
Á heimasíðu Kvennaskólans kvenno.is segir Atli Þór Albertsson, leikari og dagskrárgerðarmaður: "Taktu einvalalið kennara, frábæra nemendur, úrvals stjórnendur, heimsklassa félagslíf og útkoman er einföld. Kvennó". Þetta er góð einkunn frá fyrrverandi nemanda skólans. Við í Kvennaskólanum höfum barist á annan áratug fyrir bættu húsnæði fyrir skólann. Á sama tíma og skólinn er svo eftirsóttur er verið að byggja yfir skóla sem nemendur sækja ekki sérstaklega eftir að sækja sitt nám í. Þetta eru ekki tískustraumar eins og ráðuneytismenn vilja láta skína í heldur endurtekur sagan sig ár eftir ár. Hvenær verður húsnæði skólans bætt? Af hverju er ekki byggt yfir þá skóla sem nemendur vilja sækja?
Mér datt í hug að setja inn mynd sem var tekin hér í Skildinganesinu þegar nemendur Kvennaskólans komu heim til mín í heimsókn á peysufatadaginn vorið 2006. Vorboðarnir eins og þau eru í huga mér. Mér þótti viðeigandi að skarta upphlut ( sem ég þó skömm sé frá að segja hef ekki áður gert) á þessum peysufatadegi. Fleiri myndir frá deginum eru á heimasíðu skólans.
Áfram stelpur. Hvernig væri að fara að huga að framboðum kvenna fyrir alþingiskosningarnar vorið 2007. Það er aumt að koma eftirá og kenna körlunum um. Konur eiga að líta í eigin barm og standa með sjálfum sér. Hvar voru konurnar áður en kosið var í nefndir? Látum ekki taka okkur í bólinu heldur að bretta nú þegar upp ermarnar og hefja markvissan undirbúning og hvetja konur til áhrifa. Skoðum hvort við séum ánægðar með framgöngu þeirra sem núna sitja á alþingi og ef svo er þá styðja þær til áframhaldandi starfa en ekki síður leita að konum sem hafa hugsjónir, framsýni, dug og drift til að koma málum í höfn. Hættum að væla við erum helmingur kjósenda og getum ef við þorum.
Hvenær kemur sumarið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.