Hryðjuverk og fjölmiðlar

Sky News fréttastöðin hefur nánast ekki fjallað um annað en hryðjuverkin á Bretlandi. Í ljós hefur komið að hámenntað fólk læknar eru grunaðir um aðild að þessum skelfilegu árásum á almenning. Áður hafa einkum ungir karlar með stutta skólagöngu oft atvinnulausir múslimar verið þátttakendur í hryðjuverkaárásum. Þetta er slæm tíðindi sem kalla án efa á nýja nálgun.Vitað er að hryðjuverkamenn starfa í fámennum hópum þar sem tengsl einstaklinga í hópnum er erfitt að tengja saman. Í London hefur markmiðið væntanlega verið að drepa sem flesta almenna borgara og koma óróa af stað í þjóðfélaginu. Fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn sprengdu í London var ég á leið á tónleika í London en ákvað að snúa heim. Bretar sýna mikið æðruleysi þegar þessar hörmungar ganga yfir enda vanir sprengjuhótunum og tilræðum af ýmsum gerðum. Við Íslendingar þekkjum ekki það ástand sem fylgir slíkum árásum en við skulum ekki gleyma því að við erum hlekkur í samfélagi þjóðanna og að hingað berast ekki aðeins jákvæðir staumar heldur er ýmis konar ósómi í farteskinu. Björn Bjarnason hefur fjallað um málefni útlendinga og ráðstefnu sem  hann sótti um helgina um málefni innflytjenda á mbl blogginu. Ég hafði mikið gagn af að lesa skrif hans eins og oft áður.Það vakti athygli mína þegar fram kom í fréttum að það væri ekki skortur á upplýsingum sem hamlaði rannsókn á Bretlandi heldur frekar ofgnótt upplýsinga. Þúsundir myndavéla um London gerðu kleift að rekja ferðir bifreiðarinnar sem fannst fyrst. Tölvurnar þurfa tíma og forrit til að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Myndirnar sem birtust í heimsfréttunum fyrst frá Glagow flugvelli voru úr farsímum. Almenningur er orðinn á virkan þátt langt umfram það sem áður hefur þekkst þátttakendur í öflun og miðlun upplýsinga af vettvangi heimsmálanna. Það er líka athyglisvert hve fljótt við fáum atburðina beint í æð. Ég var nú í gærkvöldi búin að fá mig fullsadda af brennandi jeppanum. Þegar fréttirnar koma í íslensku fréttastöðvunum er þær nánast orðnar "yesterdays news".Mér finnst að Stöð2 með sín oft ágætu hádegisviðtöl ætti að fá Björn Bjarnason til að ræða málefni hryðjuverkamanna og hvernig við stöndum gagnvart slíkrihugsanlegri árás í hjarta Reykjavíkurborgar. Ég minnist t.d. af fróðlegs viðtals við Björn um málefni Landhelgisgæslunnar.

Það var kyrrlátt á leiðinni til Reykjavíkur um hádegisbilið í dag. Ég fór í gær austur til Ernu og Jóns og naut vellystinga. T-bone steikin af kolagrillinu var sælgæti. Ég borða nú orðið svo sjaldan nautasteik að ég nýt þess að fá fullkomna steik út í æsar. Eftir góðan nætursvefn og hressandi morgunkaffi ákvað ég að fara í bæinn á undan umferðarþunganum. Einar vildi fara Lyngdalsheiðina en ég kaus Grímnesið og Hellisheiðina. Við Einar Örn sem kom með mér fórum í landnámsmannaleik en áður rifjaði ég upp söguna um Jón Gerreksson sem drekkt var í Búará í því við ókum yfir brúna. "Var það svartur poki?" Fylgdum Ingólfi Arnarsyni eftir þar til hann yfir lauk hjá honum. Verst að Einar vildi fara að leita að haugnum á Ingólfsfjalli og finna hentugustu leiðina upp á fjallið. Ég viðurkenndi mig sigraða þekki ekkert til uppgönguleiða og kvaðst ekki vera í fjallgönguskóm.

Fór í sólbað,las og hlustaði á ljúfa tólist milli þess sem ég fréttafíkillinn þurfti að fylgjast með málum á Bretlandi.

Jóhanna og Marta eru alsælar í Aþenu, sátu á útikaffihúsi við Akrópólis og neita að koma heim.


Sólríkri og skemmtilegri viku að ljúka.

Um síðustu helgi sótti ég nöfnu mína til Svendborgar þar sem hún sótti grunnskóla í mánuð til að bæta dönskukunnáttuna. Ég fór til Hafnar á föstudaginn fyrir viku og leigði mér bíl hjá Budget. Ferðin til Svendborgar gekk vel og ekki annað hægt að segja en að umferðin í Danmörku er mikil en hraðinn er jafn og engin æsingur. Á hraðbrautinni er 110 km. jafn og góður hraði. Eftir stutt stopp í Svendborg þar sem ég ræddi við Jens og Helle héldum við nöfnur til Köben og var nú nafna mín með kortið og með smá útúrdúrum gekk ferðin vel. Við áttum skemmtilega daga saman, fórum í Tívolí á slóðir Jóns Sigurðssonar í Jónshús, tókum okkur far með útsýnisrútu og skoðuðum höfnina, litlu hafmeyjuna og fleira. Það var aragrúi af ferðamönnum í borginni og ægði saman ólíku fólki. Mannlífið í Tívolí var fjölskrúðugt þegar ég leit yfir mannfjöldann sem var að njóta stuttrar balletsýningar í garðinum. Veðrið var gott en rigning af og til sem við létum ekki á okkur fá. Á laugardaginn ókum við um og fórum í Fisketorvet og Fields sem eru stór vöruhús. Allt var á útsölu og fékk Bessí Þóra smávegis af bolum og peysum á frábæru verði. Ég var ekki að hugsa um sumartískuna enda á ég eitthvað af sumarfötum. Vetrartískan er farin að sjást á nokkrum stöðum og fékk ég mér nokkur kennsludress. Frábær ferð með hressri Bessí Þóru.

Veðrið er einstaklega fallegt og er ég búin að vera í sólbaði og því lítið gert annað en njóta þess. Einar Örn er að klára reiðnámskeið í dag og hann er líka búinn að vera á golfnámskeiði. Duglegur strákur. Systkinin fara síðan bæði í sumarbúðir í næstu viku. Jóhanna Margrét er með Mörtu í Grikklandi og er allt gott af þeim að frétta. Ferðalagið þeirra hefur verið fullt af ævintýrum og nú fá þær að kynnast grískri menningu á Corfu og í Aþenu. Þær koma heim í lok næstu viku og hlakka ég til.


Myndir og ferðalög

Jóhanna og Marta nýstúdentar úr Versló eru á interrail ferðalagi um Evrópu. Ég notaði kvöldið til að færa nokkrar myndir í albúm á blogginu mínu. Þetta er nokkuð tímafrekt enda er erfitt að velja og hafna. Útskrift Jóhönnu Margrétar var eftirminnileg og einstakleg ánægjuleg. Mikið er ég stolt af henni og gleðst með þeim vinkonunum að fá tækifæri til að ferðast með bakpoka um Þýskaland-Sviss-Ítalíu og Grikkland.Ég viðurkenni að vera dálítið kvíðin yfir þessari ferð og verð sjálfsagt fegin þegar þær eru komnar heim á skerið. Þannig er það nú að vera foreldri. Nafna mín er hjá Jens og Helle í Svendborg og fer ég á föstudaginn að sækja hana. Við verðum um helgina í Kaupmannahöfn og ætla ég að bjóða upp á gönguferð frá Kóngsins Nýja torgi að Jónshúsi. Bessí Þóra er að fara í 8. bekk svo hún þekkir nokkuð sögu Íslendinga í Kaupmannahöfn en það er alltaf gott að vera á vettvangi og skoða aðstæður. Við förum án efa í Tívolí og ökum út með ströndinni ef veður verður gott. Ég hlakka mikið til.

Arna, Villi og tvíburarnir eru komin til landsins í heimsókn. Ég vona að þau njóti dvalarinnar. 


Jákvæð framtíðarsýn

Ríkisstjórn Geirs H. Haarde er frjálslynd stjórn, sem vill tryggja velferð einstaklinga og fyrirtækja í landinu. Án kröftugs atvinnulífs getum við ekki náð markmiðum okkar á öðrum sviðum. Ég vil sjá stjórnarráðið og stofnanir þess færðar til nútíma stjórnsýsluhátta. Með kennslu í opinberri stjórnsýslu- og stjórnun við HÍ og EHí hefur hópur einstaklinga fengið menntun á þessu sviði og ætti slík endurskipulagning að verða auðveldari fyrir bragðið. Hvað með þá stefnu að við sækjumst eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna? Hverjir eru kostir þess og gallar? Í hverfulum heimi hryðjuverka og ofsókna af ýmsu tagi þarf að meta hvort Ísland, sem er eitt fámennasta lýðræðisríki á útkjálka veraldar eigi þar nokkuð erindi. Markmiðin í ræðu Geirs H. Haarde eru skýr og nú eru það verkin sem eiga að tala. Fyrstu 100 dagarnir  verða væntalega notaðir til að setja þann svip á svip á frumvarp til fjárlaga fyrir 2008 sem markaður er í stefnuræðunni.


mbl.is Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvatning til frekari dáða

Íslenska skólakerfið er í sífelldri mótun. Elín G. Ólafsdóttir hefur ekki aðeins verið góður kennari heldur engu síður unnið markvisst að því að bæta og móta þá stefnu sem er í menntamálum. Elín var virk um árabil í Sjálfstæðisflokknum en yfirgaf okkur og gekk til liðs við Kvennalistann þegar hann var stofnaður vegna óánægju með stöðu kvenna í flokknum. Hún er vel komin að þessum verðlaunum og óska ég henni til hamingju ásamt öðrum sem hlutu verðlaunin að þessu sinni.
mbl.is Íslensku menntaverðlaunin veitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna Margrét stúdent frá Verzló

 Féhirðirinn dúxaði og

sópaði til sín verðlaunum

 Að þessu sinni voru

brautskráðir 233 stúdentar. Dux scholae var Jóhanna

Margrét Gísladóttir á hagfræðibraut. Fékk hún 9,5 í aðaleinkunn.

Hún var einnig féhirðir nemendafélagsins.

Aðrir nemendur með fyrstu ágætiseinkunn voru Marta

Björnsdóttir, Máni Bernharðsson, Bryndís Einarsdóttir,

Sóley Emilsdóttir, Anton Valur Jónsson, Marta María

Friðriksdóttir, Guðrún Þóra Arnardóttir, Hjördís Sif Viðarsdóttir

og Hildur Ósk Jónsdóttir. Þau fengu öll viðurkenningar

ásamt fjölda annarra nemenda fyrir framúrskarandi

árangur í einstökum greinum.

(

Ljósmynd/JLong

Dúx Jóhanna M. Gísladóttir og Sölvi Sveinsson.

Ágætiseinkunn Alls hlutu 10 nemendur Verzlunarskóla Íslands ágætiseinkunn á stúdentspófi á þessu vori.


Josh Groban-heillandi söngvari

Tónleikar Josh Groban í Laugardalshöll í kvöld voru frábærir, söngurinn,húmorinn, hljómsveitin og hljómburðurinn, allt gerði þetta kvöldið eftirminnilegt. Nálægðin við þennan unga kynþokkafulla mann var einkar notaleg.Aðdáun skein úr augum kvenna og fyrir karlana var þetta kennslustund í ástleitni. Josh söng held ég öll lögin af nýja diskinum og naut ég þess að hafa hlustað nokkrum sinnum á hann fyrir tónleikana.Frábært kvöld.

Í gærkvöldi lenti Einar Örn undir bíl á Kaplaskjólsveginum. Þökk sé Guði að hann slasaðist ekki alvarlega. Hjálmurinn bjargaði honum frá slæmu höfuðhöggi. Það þurfti að sauma hann á enni og hann skrámaðist nokkuð. Honum var haldið á spítala sl. nótt vegna hættu á innvortis meiðslum. Hann er kominn heim af spítalanum og er hann nokkuð sleginn yfir atburðinum eins og við var að búast. Einar er einstaklega geðgóður og úrræðagóður og ég veit að hann á eftir að læra af reynslunni.


Sjálfstæðismenn í heilbrigðisráðuneytið

Mikilvægt er að Sjálfstæðismenn fái ráðuneyti heilbrigðis og tryggingarmála. Það á að nota tækifærið til að fækka ráðuneytum og gera stjórnsýsluna skilvirkari.

Heilbrigðisráðuneytið þarfnast mikillar endurskipulagningar og koma þarf á vinnubrögðum nútíma stjórnsýslu. Ráðuneytið hefur haft orð á sér fyrir að vera dragbítur í ýmsum málum, skort framsýni og dug til að ljúka málum, það þarf að fjölga gerð þjónustusamninga og flytja verkefni frá ríkinu til einkaaðila. Sjúklingar eiga að vera í fyrirrúmi í ákvarðanatöku.


mbl.is Líklegast að stjórnin sitji áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim mistókst ætlunarverk sitt,að fella ríkisstjórnina

Hvernig sem úrslit kosninganna eru skoðuð getur enginn neitað því að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hélt velli. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig þremur mönnum sem er frábær árangur eftir svo langa stjórnarsetu. Þjóðin gerir kröfu um áframhaldandi setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir er sigurvegari kosninganna-XD

Til hamingju Geir og þjóðin öll með kosningaúrslitin. Spennandi talningu er lokið og báðar sjónvarpsstöðvarnar stóðu sig með afbrigðum vel. Mbl.is var þó með bestu og hröðustu úrvinnsluna. Það var frábært að hafa tölvuna með mbl.is og horfa á sjónvarpið. Agnes Bragadóttir stóð sig best sem álitsgjafi, ekkert  múður heldur komið að kjarna málsins. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og ég hef haft samúð með þeim sem voru inni og úti til skiptis í alla nótt.

Nú er að bretta upp ermarnar og halda áfram okkar striki. Stjórnarandstöðunni tókst ekki ætlunarverk sitt. Þjóðin hefur talað.


Næsta síða »

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband