Hressandi jólaundirbúningur

"Mamma af hverju ertu að spila þessi þýsku jólalög?" Ég tók mig til í vikunni og flokkaði alla CD diskana á heimilinu. Þegar ég var að flytja kom ýmislegt í ljós sem ég er nú að vinna úr. Þýska jólatónlist er einstaklega falleg á að hlýða. Ég hef í gegnum tíðina keypt jólatónlist í Þýskalandi og Austurríki og nýt þess á hverjum jólum. Mér finnst íslensku útgáfurnar afar misjafnar og mér finnst vanta verulega vandaða klassíska útgáfu af jólalögunum. Ég hlusta gjarnan á gömlu góðu "Gleðileg jól" og Diddú á góða spretti.

Í kvöld var hávaða rok er mér sagt en ólíkt því sem var í Skildinganesinu þá er hér afar stillt og varla hægt að tala um rok. Einimelurinn er skjólgóð og hlýleg gata. Fyrstu árin mím í Skildinganesinu var ég að venjast sjónum og fluginu eftir að hafa búið um langt árabil í Hvassaleiti sem var eins og að vera uppi í sveit. Annasamur tími er að baki. Undirbúningur fyrir flutinga, flutningurinn og núna að koma öllu á sinn stað. Ég skipulagði þetta allt saman mjög vel og það má segja að allt hafi gengið ótrúlega vel með góðri hjálp fjölskyldunnar og þeirra sem að því komu. Í undirbúningi fyrir flutnigana var erfiðast að fá mig til að losa mig við hluti sem mér finnast nauðsynlegir. Erna var hörðust við mig og lét mig óspart heyra hversu fánýt mín söfnunarárátta er á sumum sviðum. Það er nefnilega eitt af því sem fylgir að búa í stóru húsi að sífellt er hægt að flytja dót og geyma í góðum skápum. Ég er snillingur í því. Undanfarna daga hef ég verið að koma mér upp skápaplássi hér heima til að geta komið broti af því besta fyrir.  Það tekst nú sennilega ekki enda verður sortéringin erfið úr síðustu kössunum. Nú en þetta leisist allt og ætla ég í næstu viku að pússa og pólera allt fyrir jólin. Það er hluti af jólahaldinu að hafa allt ilmandi hreint. Ég var alin upp við kökubakstur og stóð í honum sjálf um langt árabil en nú er ég hætt því. Jóhanna bakar ef hún vill og það kemur bara í ljós þegar hún er búin í prófunum. Ég er rétt byrjuð að kaupa jólagjafir en ég er með listann tilbúinn þannig að þetta er ekkert mál. Í vikunni sem leið fór ég á tónleika Frostrósa í nýju Lagardalshöllinni. Ég skemmti mér ágætlega en hljóðkerfið truflaði mig. Karlakórinn naut sín ekki sem skyldi og dauðir punktar voru í söngnum. Salurinn var vel heppnaður. Allt annað en salurinn í gamla hlutanum. Ég verð að segja að Egilshöll hefur betri hljómburð eða að minnsta kosti hljómkerfi í lagi. Annars er ég enginn sérfræðingur tala bara fyrir mig.  Mér þótti heldur óhentugt að geta ekki fengið miðann prentaðan út á netinu. Það er óþarfa snúningur að þurfa að sækja hann sérstaklega. Ég er þakklát fyrir þessa aukatónleika og fyrir að hafa drifið mig á staðinn. Nú er ég byrjuð í Þokkabót og búin að fá nýjan þjálfara hann Ása. Er ánægð með hann en ég hef ekki farið í ræktina síðan Einar Óli byrjaði á fullu í sjúkraþjálfuninni. Finn að mér veitir ekki af þó ég hafi verið dugleg við ýmis konar burð og beygjur í flutningunum. Það er tæpur mánuðu síðan ég bloggaði síðast mánuður mikilla breytinga sem skapa tímmót í mínu lífi. Kaflaskil og framhaldið er óskrifað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 421

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband