Myndir og ferðalög

Jóhanna og Marta nýstúdentar úr Versló eru á interrail ferðalagi um Evrópu. Ég notaði kvöldið til að færa nokkrar myndir í albúm á blogginu mínu. Þetta er nokkuð tímafrekt enda er erfitt að velja og hafna. Útskrift Jóhönnu Margrétar var eftirminnileg og einstakleg ánægjuleg. Mikið er ég stolt af henni og gleðst með þeim vinkonunum að fá tækifæri til að ferðast með bakpoka um Þýskaland-Sviss-Ítalíu og Grikkland.Ég viðurkenni að vera dálítið kvíðin yfir þessari ferð og verð sjálfsagt fegin þegar þær eru komnar heim á skerið. Þannig er það nú að vera foreldri. Nafna mín er hjá Jens og Helle í Svendborg og fer ég á föstudaginn að sækja hana. Við verðum um helgina í Kaupmannahöfn og ætla ég að bjóða upp á gönguferð frá Kóngsins Nýja torgi að Jónshúsi. Bessí Þóra er að fara í 8. bekk svo hún þekkir nokkuð sögu Íslendinga í Kaupmannahöfn en það er alltaf gott að vera á vettvangi og skoða aðstæður. Við förum án efa í Tívolí og ökum út með ströndinni ef veður verður gott. Ég hlakka mikið til.

Arna, Villi og tvíburarnir eru komin til landsins í heimsókn. Ég vona að þau njóti dvalarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband