Vínartónleikar-Heillandi söngur

Þóra Einarsdóttir heillaði áheyrendur í Háskólabíói í kvöld. Hljómsveitarstjórinn,Christopher Warren Green stjórnaði af leikni samfara miklum humor og sjarma. Ég er afar ánægð að þessir árlegu tónleikar skuli vera í Háskólabíói. Þar skapast nálægð og stemming sem er við hæfi. Það er ánægjulegt til þess að vita að karlar og konur skipa hljómsveitina að jöfnu. Góðir tónleikar sem flestir ættu að reyna að njóta.

Ég hef verið óttalega löt nú í byrjun árs. Er búin að snúa sólarhringnum við, les fram eftir nóttu eða góni á innihaldslausar bíómyndir. Þetta stendur þó allt til bóta því næg verkefni eru framundan og því brýnt að bretta upp ermarnar enn á ný. Í gærkvöldi var ég í frábæru kvöldverðarboði þar sem saman fór ljúffengur matur og skemmtilegar samræður.

Ég hef haft takmarkaðan áhuga á stjórnmálunum að undanförnu. Geir flutti fínt nýjársávarp og var afar diplómatískur. Varla nokkur kjósandi sem ekki getur kosið okkur Sjálfstæðismenn með allgóðri samvisku? Ólafur forseti hafði margt ágætt að segja um fjölskyldumálin og vísaði til umræðu sem var í greinaflokki í Morgunblaðinu í haust(ef ég hef skilið hann rétt). Þarft að ítreka þetta en hitt þótti mér þó skondnara hversu öflugur hann er í aðdáun sinni á stórfyrirtæki heimsins.

Alcoa hefur stutt rækilega við framleiðslu á ýmis konar upplýsinga- og menningarefnis og er það besta mál þó það fari fyrir brjóstið á einhverjum. Synd að þáttur frá tónleikum Björgvins Halldórssonar var ekki í opinni dagskrá, en Alcoa styrkti gerð hans. Spurning hvort Stöð2 ætti að skoða betur menningarlegt hlutverk sitt í þágu allra landsmanna.

Pakki sem ég sendi til Bergen í DHL fyrir jól er loksins kominn á leiðarenda. Hann er búinn að vera  á flakki landa í milli og mun þetta ekki einsdæmi. Villi og Oddný í Bergen eru búin að fá nýjar húfur og trefla og panta ég hér með mynd. Jólaspólurnar munu væntalega koma sér vel næstu jól og góðar bækur má alltaf lesa. Oddný amma er að átta sig á því að hún fer frá Bergen eftir þrjá daga enda lífið að færast í fastar skorður. Skólinn að byrja og allir á fullu í erli dagsins. Á morgun fer ég í æfinguna klukkan 10 og ætla því að fara að koma mér í háttinn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband