13.11.2006 | 23:33
Af hverju féll Guðrún Ögmunds í prófkjörinu?
Prófkjör eru líkt og borgarstyrjaldir, blóðugustu styrjaldirnar sem skilja eftir stærstu sárin. Guðrún Ögmundsdóttir hefur að mínu mati verið málsvari þeirra sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni og vissra minnihlutahópa. Til að ná vinsældum og styrkja stöðu sína í stjórnmálum þarf vissan karakter til að það skili sér. Guðrún hefur ekki þessa eiginleika að kunna að selja sig eins og það er kallað í markaðsþjóðfélaginu. Hafa ímyndarráðgjafa, klæða sig eftir uppskrift og trana sér þar sem áhrifaríkast er. Guðrún var með mér í stjórn Kvennaskólans um árabil. Hún er afar heilsteypt og heiðarleg kona og ég saknaði hennar þegar hún hætti í stjórninni. Henni var umhugað um nemendur skólans og framtíð hans. Þó við Guðrún séum ekki saman í stjórnmálaflokki gat ég tekið undir margt sem hún sagði. Mér finnst mikil eftirsjá af henni en kjósendur hafa talað. Aftur spyr ég: "Hvað eru menn að hugsa í prófkjörum?" Án efa taka margir afstöðu að vel athuguðu máli, en hrædd er ég um að þeir séu fleiri sem láta tilfinningarnar og skammtímasjónarmið glepja sig. Mér finnst þetta vert ummhugsunar. Sjálf gekk ég í gegnum nokkur prófkjör og upplifði súrt og sætt. Kjaftshöggin voru slæm en ég fékk þannig uppeldi að það sé aumingjaskapur að væla undan þeim. Töff heimur kallar á töffari viðbrögð. Guðrún Ögmundsdóttir er hæfileikarík og ég veit að hún getur fundið sér vettvang við hæfi. Alþingi verður fátækara á eftir. Auðvelt er að fjalla um fleiri þátttakendur í undanförnum prófkjörum en ég læt það bíða betri tíma
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.11.2006 kl. 11:56 | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.