29.10.2006 | 03:23
Ný forusta-nýjar áherslur. Til hamingju Geir og Guðlaugur Þór.
Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýna sterka forustu Geirs Haarde og nýs foringja Guðlaugs Þórs.
NFS, 29. Október 2006 02:30
Lokatölur - Geir og Guðlaugur leiða listana
Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna Bjarnadóttir í því fjórða.
Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Kosningin er því bindandi.
Lokatölur úr prófkjörinu:
1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti
2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti
3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti
4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti
5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti
6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti
7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti
8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti
9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti
10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti
11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti
12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti
"Góð blanda-góður sigur", sagði Guðlaugur Þór. Hann bætti því við í viðtali í gærkvöldi við RUV að listinn sýndi kröfu um endurnýjun og að Björn Bjarnason hefði fengið góða kosningu . Björn sagði fátt en sagði þó að sér finndist hafa verið "sótt að honum utan flokksins og innan hans". "Staða kvenna sterk",segir Ásta Möller.
Ég veit ekki hverjir eru í bindandi sætum og ég hlakka til að sjá skiptingu atkvæða í einstök sæti. Sjálfsagt verður þetta allt skoðað eftir ólíkum ferlum á morgun og mun sitt sýnast hverjum.
Slagorð Björns "Samstaða til sigurs" verður án efa hópeflithema næstu vikna því ljóst er af þessum úrslitum að kjörnefnd ætti að leitast við að vinna hratt og ganga sem fyrst frá lista beggja kjördæmanna í Reykjavík. Það er sannarlega ekki sama hvernig þeir verða fram bornir. Góða nótt, gleðjum með frambjóðendum sem reyndu að gera sitt besta. Til hamingju með úrslitin og horfum á björtu hliðarnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.