1.7.2007 | 22:55
Hryðjuverk og fjölmiðlar
Sky News fréttastöðin hefur nánast ekki fjallað um annað en hryðjuverkin á Bretlandi. Í ljós hefur komið að hámenntað fólk læknar eru grunaðir um aðild að þessum skelfilegu árásum á almenning. Áður hafa einkum ungir karlar með stutta skólagöngu oft atvinnulausir múslimar verið þátttakendur í hryðjuverkaárásum. Þetta er slæm tíðindi sem kalla án efa á nýja nálgun.Vitað er að hryðjuverkamenn starfa í fámennum hópum þar sem tengsl einstaklinga í hópnum er erfitt að tengja saman. Í London hefur markmiðið væntanlega verið að drepa sem flesta almenna borgara og koma óróa af stað í þjóðfélaginu. Fyrir tveimur árum þegar hryðjuverkamenn sprengdu í London var ég á leið á tónleika í London en ákvað að snúa heim. Bretar sýna mikið æðruleysi þegar þessar hörmungar ganga yfir enda vanir sprengjuhótunum og tilræðum af ýmsum gerðum. Við Íslendingar þekkjum ekki það ástand sem fylgir slíkum árásum en við skulum ekki gleyma því að við erum hlekkur í samfélagi þjóðanna og að hingað berast ekki aðeins jákvæðir staumar heldur er ýmis konar ósómi í farteskinu. Björn Bjarnason hefur fjallað um málefni útlendinga og ráðstefnu sem hann sótti um helgina um málefni innflytjenda á mbl blogginu. Ég hafði mikið gagn af að lesa skrif hans eins og oft áður.Það vakti athygli mína þegar fram kom í fréttum að það væri ekki skortur á upplýsingum sem hamlaði rannsókn á Bretlandi heldur frekar ofgnótt upplýsinga. Þúsundir myndavéla um London gerðu kleift að rekja ferðir bifreiðarinnar sem fannst fyrst. Tölvurnar þurfa tíma og forrit til að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Myndirnar sem birtust í heimsfréttunum fyrst frá Glagow flugvelli voru úr farsímum. Almenningur er orðinn á virkan þátt langt umfram það sem áður hefur þekkst þátttakendur í öflun og miðlun upplýsinga af vettvangi heimsmálanna. Það er líka athyglisvert hve fljótt við fáum atburðina beint í æð. Ég var nú í gærkvöldi búin að fá mig fullsadda af brennandi jeppanum. Þegar fréttirnar koma í íslensku fréttastöðvunum er þær nánast orðnar "yesterdays news".Mér finnst að Stöð2 með sín oft ágætu hádegisviðtöl ætti að fá Björn Bjarnason til að ræða málefni hryðjuverkamanna og hvernig við stöndum gagnvart slíkrihugsanlegri árás í hjarta Reykjavíkurborgar. Ég minnist t.d. af fróðlegs viðtals við Björn um málefni Landhelgisgæslunnar.
Það var kyrrlátt á leiðinni til Reykjavíkur um hádegisbilið í dag. Ég fór í gær austur til Ernu og Jóns og naut vellystinga. T-bone steikin af kolagrillinu var sælgæti. Ég borða nú orðið svo sjaldan nautasteik að ég nýt þess að fá fullkomna steik út í æsar. Eftir góðan nætursvefn og hressandi morgunkaffi ákvað ég að fara í bæinn á undan umferðarþunganum. Einar vildi fara Lyngdalsheiðina en ég kaus Grímnesið og Hellisheiðina. Við Einar Örn sem kom með mér fórum í landnámsmannaleik en áður rifjaði ég upp söguna um Jón Gerreksson sem drekkt var í Búará í því við ókum yfir brúna. "Var það svartur poki?" Fylgdum Ingólfi Arnarsyni eftir þar til hann yfir lauk hjá honum. Verst að Einar vildi fara að leita að haugnum á Ingólfsfjalli og finna hentugustu leiðina upp á fjallið. Ég viðurkenndi mig sigraða þekki ekkert til uppgönguleiða og kvaðst ekki vera í fjallgönguskóm.
Fór í sólbað,las og hlustaði á ljúfa tólist milli þess sem ég fréttafíkillinn þurfti að fylgjast með málum á Bretlandi.
Jóhanna og Marta eru alsælar í Aþenu, sátu á útikaffihúsi við Akrópólis og neita að koma heim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.