Af hverju ekki kosningar í haust?

Ýmislegt hefur gerst í íslenskum stjórnmálum í liðinni viku. Geir verður forsætisráðherra, Sigríður Anna víkur úr ríkisstjórninni og Framsóknarflokkurinn stokkar spilin upp á nýtt. Það eru að verða kaflaskil í báðum stjórnarflokkanna. Davíð Oddsson hefur horfið af sviði stjórnmálanna og Halldór Ásgrímsson er á leiðinni út. Enginn hefur efast um að þeir hafi átt farsælt samstarf og að heiðarleiki þeirra í samskiptum við hvorn annan hafi átt þátt í styrkleika ríkisstjórnarinnar til að  skapa festu í þjóðfélaginu. Það verður því vandasamt verk sem Geir Haarde er að takast á við. Framundan er forustuslagur í Framsóknarflokknum þar sem samherjar munu berjast en ólíkar áherslur þeirra munu kristallast í átökunum. En af hverju er ekki efnt til kosninga í haust? Samkvæmt xd.is um sveitarstjórnarkosningarnar segir:  

Sjálfstæðisflokkurinn kom vel út úr kosningunum víðast hvar á landinu. Hreinn meirihluti náðist í 13 sveitarfélögum og meðalfylgi flokksins eykst úr á landsvísu frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þá var það 40,58% en er nú 41, 60%.

 

Þegar þessi staða Sjálfstæðisflokksins er skoðuð ætti að liggja beinast við að flokkurinn vilji alþingiskosningar sem fyrst eða hvað? Framsóknarflokkurinn er smám saman að hverfa. Foringjaskipti munu ekki breyta því. Völd Framsóknarflokksins hafa verið í engu samræmi við stærð hans. Þetta mislíkar þjóðinni. Flokkurinn hefur farið yfir þröskuld sem hann kemst aldrei til baka yfir eins konar "rite de passage". Þetta á ekki að hljóma eins og svarsýnishjal heldur mín skoðun og ég finn margra annarra. Sjálfstæðismenn þurfa að halda vel á spilunum til vors.

 

Ég er búin að vera á ferð og flugi að undanförnu og ýmislegt hefur gengið á en svona er lífið. Í dag var ég í Skálholti þar sem ungur drengur var fermdur af afa sínum og nafna séra Sigurði. Þau hjónin Sigurður og Arndís héldu síðan glæsilega fermingarveislu þar sem gaman var að hitta gamla vini. Maturinn var gómsætur enda höfðu biskupshjónin sjálf undirbúið veisluna. Séra Sigurður er snillingur í að úrbeina lambalæri og fylla með ávöxtum. Tertan hennar Arndísar bráðnaði í munni. Það er einstaklega hátíðlegt að vera við messu í Skálholti. Það er sérstakur friður yfir staðnum og altaristaflan hennar Nínu hefur einstök áhrif og fyllir mann trú og von.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 572

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband