28.5.2006 | 03:32
Sjálstæðisflokkurinn stjórni borginn
Nú að kosningum loknum liggur beinast við að Sjálfstæðismenn taki upp samstarf við Frjálslynda flokkinn. Gamla brotið úr Sjálfstæðisflokknum skilar sér þá heim. Framsóknarmenn og Samfylking þurfa að sleikja sárin og endurskoða sína stefnu. Vinstri grænir eru annar álitlegasti flokkurinn til samstarfs. Svandís lofar góðu en ég er hræddari við Árna Þór.
Ég er eftir atvikum ánægð með úrslitin hjá okkur Sjálfstæðismönnum og frammistaða flokksins á landsvísu var góð. Betri en ætla mætti þegar það er haft í huga að við höfum verið svo lengi í ríkisstjórn.
Hvers vegna náðum við ekki 8. manninum. Mín skoðun er að nokkrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi kosið Frjálslynda vegna afstöðu þeirra í flugvallarmálinu.
Kosningsjónvörp beggja stöðvanna var gott en mér þótti það skemmtilegra NFS Sigmundur Ernir var maður kvöldsins. Vel upplýstur og skemmtilegur. Uppsetningin var betri að mínu mati hjá NFS en þá vantaði að hafa fjölda kjörinna fulltrúa í mynd eins og RUV gerði. Dagurinn var skemmtilegur. Ég var að vinna í Valhöll í hópi samherja. Starfsmenn flokksins eiga miklar þakkir skildar fyrir alla sína vinnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2006 kl. 09:30 | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að gefnu tilefni skal tekið fram að efni NFS er sent út í opinni dagskrá...
ég hélt að það vissi hvert mannsbarn...
Strumpakveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 28.5.2006 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.