27.5.2006 | 00:10
X-D í Reykjavík-Vilhjálmur verði borgarstjóri
Kosið er í dag laugardag. Þetta verða vonandi spennandi kosningar. Kjósendur þurfa að átta sig á að hvert einasta atkvæði getur ráðið urslitum. Sjálfstæðismenn mega ekki sitja heima. Við ætlum að ná 8 mönnum inn eða fleiri. Ég hefði viljað sjá 9 menn. Í hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins er breiður og traustur hópur sem hefur unnið frábærlega vel í kosningabaráttunni. Ég hef fylgst með þeim á vinnustöðum og úti meðal boragarbúa. Baráttgleði hefur einkennt hópinn. Vilhjálmi hefur tekist að ná góðum anda í hópnum sem skiptir miklu máli í framrás samherja. Vinstri flokkarnir hafa reynt að sverta störf ríkisstjórnarinnar en illa gengið. Fólkið í borginni veit að það er R-listinn sem ber ábyrgð á stjórn borgarinnar síðasliðin 12 ár en ekki ríkisstjórnin.
Í kosningabaráttunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn svarað kalli tímans í stefnu sinni. Fjölskyldurnar í borginni þurfa víðtæka þjónustu fyrir unga sem aldna. Breyttar heimilisástæður þar sem 80% kvenna er á vinnumarkaðnum kallar á nýjar áherslur. Hvernig rekstri þessarar þjónustu er síðan háttað er annað mál en þjónustan verður að vera til staðar. Fullorðið fólk fær mat á sínum vinnustöðum- börnin þurfa að fá heitan mat í hádeginu í grunnskólunum. Við verðum að bæta kjör starfsfólks þannig að starfsmannavelta verði minni. Það er slæmt fyrir börnin að hafa ekki festu í hópi þeirra sem annast þau.
Það er mín skoðun að brjóta þurfi upp kjarasamninga þannig að samkeppni verði um starfsfólk í stað skorts. Launin eru víða svo lág að margir kjósa frekar að vera á bótum en taka þátt í atvinnulífinu.
Megi morgundagurinn færa okkur samhenta stjórn Sjálfstæðismanna á komandi kjörtímabili.
ÁFRAM X-D-ÞITT ATKVÆÐI SKIPTIR MÁLI
Ég var í dag við skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík. Þar ríkti gleði og mikið var gaman að sjá unga fólkið setja upp hvíta kollinn. Ingibjörg skólameistari flutti ágæta ræðu þar sem hún minntist m.a. á húsnæðimál skólans en hver nemandi hefur um fimm fermetra sem er helmingi minna en gerist og gengur. Við höfum barist fyrir bættu húsnæði skólans í rúman áratug. Fyrst fyrir því og í raun æ síðan að fá að byggja við skólann á Fríkirkjuveginum og síðar fyrir nýrri skólabyggingu í miðbæ Reykjavíkur. Hún bent á að nemendur skólans koma af öllu Stór- Reykjavíkursvæðinu og víðar að. Nemendur sækja í skóla utan síns hverfis. Vilja komast í nýjan hóp eftir 10. ára veru í sama skólanum í mörgum tilfellum. Aðsókn að skólanum er mikil og höfum við getað valið úr nemendahópnum. Til marka um að þá er 1. bekkur skólans óvenju sterkur og brottfall í skólanum er um 3% sem er lítið. Vel er haldið utan um nemendahópinn og sterk tengsl vináttu og samstöðu myndast í skólanum. Vilhelmína skrifstofustjórinn okkar þekkir alla nemendur með nafni enda er hún einstök manneskja sem allir nemendur elska.
Við í Kvennaskólanum viljum minna á að þegar verið er að ákveða að byggja yfir skóla eða gera endurbætur þá má vel hafa í huga frammistöðu skólanna bæði hvað varðar rekstur og innra starf. Þar er Kvennaskólinn í fremstu röð. Piltum hefur jafnt og þétt fjölgað í skólanum og er það í anda þeirrar jafnréttisstefnu sem við rekum.Næsta vetur verður Ingibjörg skólameistari á Ísafirði og fylgja henni mínar bestu óskir. Ég veit að hún verður réttur leiðtogi á réttum stað. Oddný Hafberg verður skólameistari næsta vetur. Oddný hafur verið að vinna í ráðuneytinu að nýrri námsskrá fyrir þriggja ára framhaldsskóla. Hún er dugnaðarforkur og á eftir að vera skelegg og vinsæl næsta vetur. Velkomin Oddný.
Halldór Ásgrímsson svaraði skýrt og vel fullyrðingum um meintan persónulegan greiða við Davíð Oddson þáverandi forsætisráðherra um frestun á brottför hersins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:16 | Facebook
Um bloggið
Forsjárhyggja tefur framfarir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.