Að bera ábyrgð

Það skiptast á skin og skúrir í lífi okkar allra. Við ein getum borið ábyrgð á gerðum okkar. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir aðra er þeim mun ríkari. Alkóhólismi er sjúkdómur stjórnleysis og dómgreindarskorts. Þeir sem verða veikir leita sér lækninga ef þeir viðurkenna að þeir hafa ekki lengur stjórn á lífi sínu. Hér á árum áður komust menn upp með það að vera fullir á fundum og jafnvel í háum embættum. Blaðamenn eru þekkt sétt þar sem fyllirí var viðurkennt. Fyrirtæki helltu óspart uppá þá og notuðu áfengi sem tæki til að ná velvilja hjá þeim. Frægar eru lýsingar á fótbolta þar sem þulurinn skáldaði og bullaði og komst upp með það. Nú er öldin önnur. Kröfur eru gerðar til manna um að sinna störfum sínum allsgáðir. Þetta á jafnt við stjórnmálamenn sem aðra. Að fara á barinn á Borginni er hætt "menn eru ekki lengur skemmtilegir", sagði góður vinur minn einu sinni þegar við vorum á nefndarfundi og enginn vildi fara með honum á barinn. Það er gríðarlegur áfengisvandi falinn í íslensku þjóðfélagi.

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 380

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband