"Rod Stewart is hotter than water"

sagði konan sem með glampa í augunum kom á móti okkur systrum á tónleikunum í Tampa. Goðið söng öll sín bestu lög og heillaði okkur þegar leið á tónleikana.Ég hélt að það þyrfti að bera hann af sviðinu í byrjun, en allt fór vel.

Eftir að hafa stillt leiðsögutækið á st. Pete Times Forum Tampa, var lagt af stað. Tækið er þeim eiginleikum búið að það finnur alltaf bestu leiðina jafnvel þó Ástu tækist að fara út af sporinu. Þegar við nálguðumst lentum við af leið inn í hverfi sem mér þótti nokkuð svart en Ásta var ekki banginn og spurði einn gamlan og tannlausan til vegar og hann benti okkur á rétta leið. Nú er ég búin að fá nóg af Tom, setti tækið í hanskahólfið en viti menn hún hélt áfram að vísa veginn. Við lögðum bílum allnokkra vegalengd frá stadium og gengum frá bílnum.

Leituðum eftir kennileitum til að finna hann aftur. Fundum sæti og það var engin upphitunarhljómsveit heldur kom Rod sjálfur svartklæddur og hóf sönginn. Hann var lengi að komast í gang og var ég að velta því fyrir mér hvort hann væri ekki orðinn útbrunninn. Hann söng þó nokkur falleg lög eins og Dirty old man sem hann hafði fyrst sungið á plötu 1969. Eftir hlé kom nýr og betri Rod á sviðið. "rock and roll is the name of the game",sagði goðið og sannaði það. Hvert fallega lagið tók við af öðru og hljómsveitin var frábær. Ungar stúlkur léku á fiðlu og saxófón svo unun var á að hlýða. Rauði leðurjakkinn hafði góð áhrif og síðar gylltu skórnir. Maggi Sue og Sailing toppuðu allt. Eftirminnilegir tónleikar og það er skemmtilegt að sjá hve Ameríkanar kunna vel að taka virkan þátt í söngnum. 13000 manns voru í höllinni sem annars tekur 20000. Nokkuð var um ölvun en gleðin var í svip tólistargesta þegar þeir gengu til bíla sinna.

Leiðsögutæðið kom okkur heim á mettíma. Í dag höldum við heim til Íslands lands íss og elda eins og stóð á bol frá Bjarna mági minum í Bol á árum áður. Við förum á hádegi frá Tampa til New York og síðan beina leið heim með Flugleiðum. Í kvöld sofna ég með lag Goðsins sailing inn í draumalandið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

sælar sælar, takk fyrir síðast. ef þú kíkir á síðuna mína: http://www.123.is/gydasol/ getur séð celebrity look alikes. klikkar á myndina og getur prufað sjálf.

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 23.1.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband