Leikhúsjól

"Sitji guðs englar" er skemmtilegt leikrit og leikgerð Illuga Jökulssonar er  afar vel heppnuð. Walt Disney sagði einhverju sinni að ef fullorðnum þætti gaman á barnaleikriti þá væru börnin sama sinnis. Sá andi sem sveif yfir vötnum í Þjóðleikhúsinu í kvöld sannaði þetta. Það voru sannarlega fulltrúar margar kynslóða sem skemmtu sér saman. Fyrir aftan okkur sátu eldri hjón og tóku virkan þátt í sýningunni. Rauluðu með tónlistinni og hummuðu þegar þau þekktu svip úr fortíðinni. Leikararnir stóðu sig af prýði ungir sem aldnir. Það var líka athyglivert hversu prúð börnin voru meðan á sýningu stóð. Leikararnir náðu til þeirra og héldu áhuganum alla sýninguna.

Annað var nú á fumsýningunni á öðrum í jólum. Ég ætla ekki að ergja mig við að ræða sýninguna annað en hún var langdregin og leiðinleg. Búningarnir voru vel heppnaðir og ef sýningin hefði náð út yfir þá, þá ... Leikararnir hefðu mátt vera með hljóðnema því textinn er langur og tyrfinnog því oft erfitt að fylgja þræðinum. Mikil vonbrigði fyrir mig og líka að Jóhanna hafi kynnst grískum harmleik á þennan hátt. Hún sagði við mig á eftir að vinsamlega ekki bjóða henni á fleiri slíka.

Jólin hafa verið skemmtileg og tók ég mikið af myndum sem ég ætla að koma á bloggsíðuna við tækifæri.

Í dag förum við í brúðkaup Svönu dóttur Ástu systur minnar og Bjarna mágs og Högna unnusta hennar. Það er búið að vera tilhlökkunarefni í marga mánuði og gaman hefur verið að fylgjast með undirbúningnum í fjarlægð.Ég er búin að velta því fram og til baka í hverju ég ætla að vera og loksins hef ég tekið ákvörðun. Æðislegur svartur kjóll, mér er sagt af séfróðum að svart sé í lagi í vetrarbrúðkaupum, með svörtum flauelsjakka yfir ef þarf. Svana og Högni eru miklir vinir mínir og óska ég þeim guðs blessunar í hjónabandinu. Á árinu sem er að líða fór ég í glæsilegt brúðkaup Magga og Möggu og það var gaman að fá jólakort frá þeim með brúðkaupsmyndinni.

Það má með sanni segja að engin lognmolla hafi fylgt árinu sem er að líða. Ég ætla ekki að tíunda atbuði ársins  en horfi fram á við til nýs árs með opnum huga til að takast á við ný viðfangsefni,einn dag í einu.

Guð gefi okkur öllum gleðilegt ár. Þakka liðið ár hverjum sem vill taka það til sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 386

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband