Með sól í hjarta á Florida

Sólin skín hér á Flórída meðan vetrarguðirnir leika lausum hala á Fróni. Við Ásta systir mín dveljum hér í nokkra daga og ætlum í kvöld á Rod Stewart tónleika í Tampa. Hlakka til að sjá kempuna og vona að hann syngi sem mesta af sínum gömlu góðu klassíkerum.  Veðrið hefur verið óvenju gott hér miðað við árstíma og höfum við notið þess í löngum gönguferðum eftir stöndinni. Það er annars merkilegt hversu fátt fólk er á ferli. Almennt virðast gönguferðir ekki verið stundaðar og þarf engan að undra hversu feit bandaríska þjóðin er orðin. Við horfðum á bein útsendingu frá Hollywood á Golden globe og höfðum skemmtun af að sjá kjólana og hlusta á ræðustúfana. Kjólarnir voru afar sundurleitir, hvítt var nokkuð áberandi og svart. Misjafn smekkur sem betur fer. Karlarnir voru í svörtum fötum með svört slifsi, sumir í svörtum skyrtum. Auglýsingaflóðið var yfirþyrmandi, svo mikið að við vorum við það að gefast upp. Í gærkvöldi var svo verið að fjalla um fallegustu og ósmekklegustu kjólana. Annars er sjónvarpið lítið spennandi. Ásta tekur upp einstaka þætti og þá er hægt að spóla yfir auglýsingarnar. Svo mun vera til kerfi sem býður upp á upptöku án auglýsinga. Við höfum kíkt á nýjustu þættinaa í Prison break, Desparate housewives og Greys anatomy. Skemmtilegir þættir. Í fréttum hér hefur mál tveggja dregja borið hátt. Annar þeirra hvarf og fannst þremur dögum seinna fyrir atbeina athuguls nágranna mannsins sem hafði rænt honum. Hinn drengurinn hafði verið horfinn í fjögur ár og verið í haldi hjá þessum sama manni. Maðurinn haði sinnt sama starfinu í 25 ár og nágrannarnir töldu drenginn son hans. Hann virtist búa við eðlilegt heimilislíf hjá föður sínum, átti vini og kærustu. Gekk í skóla eins og önnur börn. Þetta mál minnir nokkuð á mál austurrísku stúlkunnar sem kom í leitinar eftir dvöl hjá kvalara sínum til fjölda ára. Fjöldi spurninga er á margra vörum hvernig slíkt gerist og verður þeim án efa varpað til sérfræðinga á ýmsum sviðum. Sorglegt mál sem vakið hefur vonir foreldra týndra barna víða um Bandaríkin um að börn þeirra gæu verið á lífi.

Jón tengasonur minn varð fertugur í gær og ég óska honum til hamingju. Allt er fertugum fært. Hann er í blóma lífsins og ég hlakka til að koma heim í afmælisveisluna á laugardaginn.

Búin að kaupa Vans skó á nöfnu mína og Einar. Útsölur eru hér í öllum búðum og því erfitt að fá það sem passar. Það tókst.

Verðlag  hér er lágt miðað við Ísland á fatnaði. Munar meira en helmingi á verði á skóm og bolum og er það allt of mikill munur.

Okkur systrunum hefur gengið vel í umferðinni. Ásta keyrir eins og herforingi og við römbum nokk á rétta staði. Nú er hún búin að kaupa sér tomtom leiðsögukerfi sem okkur virðist virka ágætlega. Við ætlum að reyna það í kvöld þegar við förum á tónleikana í Tampa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Forsjárhyggja tefur framfarir

Höfundur

Bessí Jóhannsdóttir
Bessí Jóhannsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Stoltur formaður skólanefndar
  • Bessí
  • Framtíð Íslands
  • Börnin komin til að njóta
  • Reynir Jonasson  listamaður leikur fyrir dansi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband